2014-04-28 19:37:03 CEST

2014-04-28 19:38:03 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Reginn hf. - Heildarfjöldi atkvæða og heildarfjöldi hluta

Reginn hf. - Hlutafjáraukning



Reginn hf. - Hlutafjáraukning

Stjórn Regins ákvað á fundi sínum þann 28. apríl 2014 að nýta heimild í 4. gr.
samþykkta félagsins og hækka hlutafé í Regin um 128.700.000 krónur að nafnverði
 á genginu 13,63 krónur á hlut. Lögbundinn forgangsréttur hluthafa gildir ekki
um hið nýja hlutafé.  Bréfin eru gefin út í tengslum við kaup félagsins á 100%
hluti í Klasa fasteignum ehf.    Hlutafjáraukningunni verður ráðstafað sem
greiðslu fyrir hlutafé í Klasa fasteignum ehf.  í samræmi við kaupsamning þar
að lútandi dags. 21. desember 2013.  Samhliða kaupum verður nafni hins keypta
félags breytt í RA 5 ehf. 

Hlutafé í Regin fyrir hlutafjáraukninguna er 1.300.000.000 krónur að nafnvirði
en verður að henni lokinni 1.428.700.000 krónur að nafnvirði. Regin á ekki
eigin hluti.  Hinir nýju hlutir veita réttindi í Regin frá skráningardegi
hlutafjárhækkunarinnar hjá Fyrirtækjaskrá. 

Eigendur Klasa fasteigna eru tveir, Sigla ehf. og Stotalækur ehf.  Sigla, sem
er í jafnri eigu Tómasar Kristjánssonar og Finns Reyrs Stefánssonar, mun
eignast 8,56% hlutafjár í Regin við hlutafjárhækkunina og Stotalækur ehf., sem
er í eigu Ingva Jónassonar, mun eignast 0,45% hlutafjár í Regin við
hlutafjárhækkunina. Sigla hefur skuldbundið sig til þess að selja ekki þá hluti
sem Sigla  fær afhenta í Regin í 9 mánuði frá afhendingardegi. Ekki gildir
sölubann um hluti Stotalæks í Regin. 

Eftirfarandi er listi yfir 10 stærstu hluthafa í Regin eftir
hlutafjáraukninguna: 



Lífeyrissjóður verslunarmanna 
Sigla ehf.                    
Gildi - lífeyrissjóður        
Stefnir -  ÍS 15              
Íslandsbanki hf.              
Stapi lífeyrissjóður          
Íslandssjóðir - IS Hlutabréfas
Landsbréf - Úrvalsbréf        
Sameinaði lífeyrissjóðurinn   
Lífeyrissj.starfsm.rík. A-deil





Nánari upplýsingar veitir:

Helgi S. Gunnarsson

Forstjóri Regins hf.

S: 512 8900 / 899 6262