2015-02-06 08:51:19 CET

2015-02-06 08:52:19 CET


SÄÄNNELTY TIETO

Islanti Englanti
Icelandair Group hf. - Fyrirtækjafréttir

Flutningatölur janúar 2015


Í janúar nam fjöldi farþega í millilandaflugi 151 þúsund og jókst um 21% miðað
við janúar á síðasta ári.  Framboð í millilandafluginu var aukið um 14%.
Sætanýtingin var 76,7% og jókst um 6,2 prósentustig í mánuðinum á milli ára og
hefur aldrei verið hærri í janúarmánuði. 

Fjöldi farþega í innanlands- og Grænlandsflugi voru um 20 þúsund í janúar og
fækkaði um 4%.  Framboð í janúar var 2% minna en í janúar á síðasta ári og
sætanýting var 66,9% samanborið við 68,9% í janúar 2014. Seldir blokktímar í
leiguflugi voru 33% færri en í janúar á síðasta ári. Fraktflutningar minnkuðu
um 4% á milli ára. Seldar gistinætur hjá Flugleiðahótelunum jukust um 31% á
milli ára. Herbergjanýting var 67,2% eða 15,8 prósentustigum hærri en í janúar
2014. 



MILLILANDAFLUG                      JAN 15   JAN 14       BR. (%)
-----------------------------------------------------------------
Fjöldi farþega                     150.624  124.722           21%
Sætanýting                           76,7%    70,5%    6,2 %-stig
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000)    590,3    519,2           14%
INNANLANDSFLUG OG GRÆNLANDSFLUG     JAN 15   JAN 14       BR. (%)
-----------------------------------------------------------------
Fjöldi farþega                      19.637   20.384           -4%
Sætanýting                           66,9%    68,9%   -2,1 %-stig
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000)      9,1      9,3           -2%
LEIGUFLUG                           JAN 15   JAN 14       BR. (%)
-----------------------------------------------------------------
Flugvélanýting                       87,5%   100,0%  -12,5 %-stig
Seldir blokktímar                    1.668    2.487          -33%
FRAKTFLUTNINGAR                     JAN 15   JAN 14       BR. (%)
-----------------------------------------------------------------
Framboðnir tonnkm. (ATK´000)        15.011   14.207            6%
Seldir tonnkm. (FTK´000)             7.656    7.981           -4%
HÓTEL                               JAN 15   JAN 14       BR. (%)
-----------------------------------------------------------------
Framboðnar gistinætur               22.909   22.940            0%
Seldar gistinætur                   15.391   11.788           31%
Herbergjanýting                      67,2%    51,4%   15,8 %-stig





Nánari upplýsingar veita:

Bogi Nils Bogason framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group s: 665-8801
Íris Hulda Þórisdóttir forstöðumaður fjárfestatengsla Icelandair Group s:
840-7010