2015-06-04 14:16:27 CEST

2015-06-04 14:17:28 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Hagar hf. - Niðurstöður hluthafafunda

Niðurstöður aðalfundar Haga hf. 4. júní 2015


Meðfylgjandi má sjá niðurstöður aðalfundar Haga hf. sem haldinn var á Hilton
Reykjavík Nordica (VOX club) þann 4. júní 2015. Fundurinn hófst kl. 09:12.
Tillögur fundarins voru samþykktar svohljóðandi: 



  1. Ársreikningur (dagskrárliður 2)

Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðanda var
lagður fram og samþykktur samhljóða. 



  1. Ráðstöfun hagnaðar (dagskrárliður 3)

Tillaga stjórnar Haga hf. um greiðslu arðs sem nemur 1,70 krónu á hlut var
samþykkt samhljóða. Arðsréttindadagur verður 8. júní 2015, arðleysisdagur 5.
júní 2015 og útborgunardagur 25. júní 2015. 



  1. Breyting á samþykktum félagsins (dagskrárliður 4)

Tillaga stjórnar Haga hf. um breytingu á grein 7 í samþykktum félagsins var
lögð fram og samþykkt samhljóða. Auk þess var breytingartillaga
Gildis-lífeyrissjóðs um sömu grein samþykktanna lögð fram og hún samþykkt
samhljóða. Grein 7 hljóðar nú svo breytt: 

Félaginu er heimilt að eiga eigið hlutafé allt að 10%. Atkvæðisréttur fylgir
ekki hlutum sem félagið á sjálft. Hluti getur félagið aðeins eignast samkvæmt
heimild hluthafafundar til handa félagsstjórn. Slíka heimild má ákveða með
einföldum meiri hluta atkvæða hlutahafafundar. Heimild til handa félagsstjórn
til kaupa á eigin hlutafé, sem í gildi kann að vera á hverjum tíma, skal
tiltekin í þessari grein samþykktanna, með þeim skilyrðum sem hluthafafundur
ákveður. Heimild til kaupa á eigin hlutafé má ekki vera til lengri tíma en
átján mánaða hverju sinni. 



  1. Þóknun til stjórnarmanna (dagskrárliður 5)

Tillaga stjórnar Haga hf. um óbreytt laun stjórnarmanna, þ.e. stjórnarformaður
fær greitt kr. 500.000,- á mánuði og stjórnarmenn kr. 250.000,- á mánuði var
samþykkt samhljóða. Auk þess var samþykkt samhljóða tillaga stjórnar um óbreytt
laun í undirnefndum stjórnar, þ.e. formaður fær greitt kr. 140.000,- á mánuði
og nefndarmenn kr. 70.000,- á mánuði. 



  1. Starfskjarastefna (dagskrárliður 6)

Fyrir fundinum lá tillaga að starfskjarastefnu félagsins ásamt tveimur
breytingartillögum frá Gildi-lífeyrissjóð. Tillaga stjórnar og
breytingartillögur Gildis-lífeyrissjóðs voru samþykktar samhljóða. Samþykkta
starfskjarastefnu má finna meðfylgjandi. 



  1. Kosning stjórnar félagsins og endurskoðanda (dagskrárliður 7)

Eftirtaldir aðilar voru kosnir í stjórn félagsins til næsta aðalfundar:

            Erna Gísladóttir, kt. 050568-2969

            Kristín Friðgeirsdóttir, kt. 090871-5369

            Salvör Nordal, kt. 211162-5119

            Sigurður Arnar Sigurðsson, kt. 090164-2529

            Stefán Árni Auðólfsson, kt. 210772-4729



Fimm framboð bárust og var því sjálfkjörið. Allir frambjóðendur voru áður í
stjórn félagsins. 



Samþykkt var samhljóða að endurskoðunarskrifstofan KPMG ehf., kt. 590975-0449,
verði endurskoðandi félagsins fyrir komandi rekstrarár. 



  1. Ákvörðun um heimild stjórnar til kaupa á eigin bréfum (dagskrárliður 8)

Fyrir fundinum lá tillaga frá Gildi-lífeyrissjóð um niðurfellingu núverandi
heimildar stjórnar til kaupa á eigin bréfum og ákvörðun á nýrri heimild.
Tillagan var samþykkt samhljóða og hljóðar nú svo: 



Aðalfundur Haga hf. þann 4. júní 2015 veitir stjórn félagsins heimild til að
kaupa eigin hluti í félaginu, í þeim tilgangi að koma á viðskiptavakt með hlutií félaginu og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun, skv. 116. gr.
laga um verðbréfaviðskipti eða á grundvelli 1. tölul. 3. mgr. 115. gr. og 2.
mgr. 119. gr. laga um verðbréfaviðskipti og reglugerða sem settar eru á
grundvelli sömu ákvæða. Heimild þessi stendur í 18 mánuði og takmarkast við að
samanlögð kaup fari ekki yfir 10% af heildarhlutafé félagsins á hverjum tíma.