2013-12-30 17:11:03 CET

2013-12-30 17:12:04 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Lánasjóður sveitarfélaga ohf. - Fyrirtækjafréttir

Lánasjóður sveitarfélaga ohf. – Áfrýjun héraðsdóms vegna láns í erlendri mynt


Þann 11. nóvember féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Sveitarfélagsins
Skagafjarðar gegn Lánasjóði sveitarfélaga þar sem deilt er um hvort lán sem
sveitarfélagið tók hafi verið í erlendri mynt eða íslenskum krónum. Niðurstaða
dómsins var sú að umrætt lán hafi verið í íslenskum krónum bundið gengi
gjaldmiðla og fallist á viðurkenningarkröfu sveitarfélagsins um að eftirstöðvar
lánsins næmu tiltekinni fjárhæð. 

Lánasjóður sveitarfélaga hefur tekið ákvörðun um að áfrýja dómi héraðsdóms til
Hæstaréttar. 

Lánasjóðurinn áætlar að verði niðurstaðan sú sama í Hæstarétti og héraðsdómi
gæti tjón hans orðið um 114,5 milljónir króna. 

Nánari upplýsingar veitir Óttar Guðjónsson framkvæmdastjóri í síma 515 4949 eða
895 4567.