2012-02-10 16:07:44 CET

2012-02-10 16:08:48 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Marel hf. - Fyrirtækjafréttir

Nýr fjárfesta- og almannatengill hjá Marel


Helga Björk Eiríksdóttir hefur verið ráðin fjárfesta- og almannatengill hjá
Marel hf. og tekur við starfinu af Jóni Inga Herbertssyni, sem nú hefur látið
af störfum. 

Helga Björk hefur undanfarið starfað sem sjálfstæður ráðgjafi á sviði almanna-
og fjárfestatengsla. Hún hafði umsjón með samskiptamálum fyrir skilanefnd og
slitastjórn Kaupþings banka á árunum 2009 og 2010 en var áður markaðs- og
kynningarstjóri Kauphallar Íslands, síðar NASDAQ OMX Iceland, um átta ára
skeið. Jafnframt hefur Helga Björk starfað við fjölmiðla auk annarra starfa. Þá
er Helga Björk stjórnarformaður Sparisjóðs Svarfdæla á Dalvík. 

Helga Björk er viðskiptafræðingur með MBA gráðu frá Háskólanum í Edinborg. Hún
útskrifaðist með BA gráðu í ensku og ítölsku frá Háskóla Íslands 1997 og lauk
prófi í hagnýtri fjölmiðlun 1999 frá sama skóla. Helga Björk lauk prófi í
markaðs- og útflutningsfræði frá Endurmenntun Háskóla Íslands 2002 og hefur
lagt stund á verðbréfaviðskiptanám við Háskólann í Reykjavík. 

Helga Björk hefur störf hjá fyrirtækinu í næstu viku.