2015-08-28 12:38:35 CEST

2015-08-28 12:39:37 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
RARIK ohf. - Ársreikningur

Leiðrétting: Árshlutareikningur RARIK fyrstu sex mánuði ársins 2015- frétt birt 2015-08-28 12:16:13


Hagnaður RARIK á fyrri hluta ársins var tæpur 1 milljarður, sem er heldur minna
en á sama tíma í fyrra. 

Leiðrétting:  Nýtt viðhengi af árshlutareikningi.

Rekstarhagnaður af starfsemi RARIK fyrir fjármagnsliði (EBIT) á fyrri hluta
ársins 2015 var 1.263 milljónir króna. Rekstrartekjur hækkuðu um rúm 3% frá
fyrra ári, en rekstrargjöld með afskriftum um  12,6%. Hækkun rekstrartekna er
meiri en gert var ráð fyrir í áætlunum. Það stafar fyrst og fremst af aukinni
orkunotkun í sjávarútvegi og ferðaþjónustu. Rekstrargjöld voru meiri en gert
var ráð fyrir og stafar fyrst og fremst af hækkun orkuinnkaupa. Regluleg
starfsemi fyrirtækisins var að öðru leyti í samræmi við áætlanir. 

Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 548 milljónir króna á tímabilinu, en voru
neikvæðar um 424 milljónir króna fyrri hluta ársins 2014. 

Áhrif hlutdeildarfélagsins Landsnets á rekstur voru jákvæð um 354 milljónir
króna. 

Samkvæmt yfirliti um heildarafkomu var hagnaður á tímabilinu 927 milljónir
króna. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) var
2.071 milljón króna eða um 31% af veltu tímabilsins, samanborið við 38% af
veltu á sama tímabili árið áður.  Hreint veltufé frá rekstri var 1.830
milljónir króna samanborið við 2.346 milljónir króna á sama tímabili árið 2014. 

Heildareignir RARIK samkvæmt efnahagsreikningi 30. júní 2015 voru 48.838
milljónir króna og heildarskuldir námu 18.727 milljónum króna. Eigið fé var
30.112 milljónir króna og eiginfjárhlutfall 61.7%. 

Horfur í rekstri RARIK á árinu 2015 eru góðar. Gert er ráð fyrir að afkoma
fyrir fjármagnsliði á seinni hluta ársins verði í samræmi við áætlanir. Miðað
við gengisþróun undanfarna mánuði og verðbólguspár næstu mánaða verður
heildarafkoma fyrirtækisins því jákvæð á árinu 2015. 

Árshlutareikningur RARIK ohf er gerður samkvæmt alþjóðlegum
reikningsskilastöðlum. 

Helstu stærðir samstæðureiknings eru sýndar í meðfylgjandi viðhengi.