2008-11-11 19:07:56 CET

2008-11-11 19:08:55 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Icelandair Group hf. - Ársreikningur

- Afkoma Icelandair Group á þriðja ársfjórðungi og fyrstu 9 mánuðum 2008


Afkoma Icelandair Group á þriðja ársfjórðungi 2008

Heildarvelta félagsins var 41,5 milljarðar króna og jókst um 107% frá sama tíma
í fyrra 

EBITDA  var 6,2 milljarðar en 3,7 milljarðar króna á sama tíma í fyrra

EBIT var 5,1 milljarður króna samanborið við 2,8 milljarða króna á sama tíma í
fyrra 

Hagnaður eftir skatta var 4,4 milljarðar króna en var 2,1 milljarður króna á
sama tíma í fyrra 

Handbært fé í lok ársfjórðungsins var 7,4 milljarðar króna, en var 3,8
milljarðar á sama tíma í fyrra 

Afkoma Icelandair Group fyrstu 9 mánuði 2008
Heildarvelta félagsins var 84,4 milljarðar króna og jókst um 75% frá sama tíma
í fyrra 

EBITDA  var 7,2 milljarðar króna 2008 en 5,0 milljarðar króna á sama tíma í
fyrra 

EBIT var 4,3 milljarðar króna samanborið við 2,6 milljarða króna á sama tíma í
fyrra 

Hagnaður eftir skatta var 3,1 milljarður króna, en var 1,0 milljarður króna á
sama tíma í fyrra 

Eignir voru 101,5 milljarðar króna í lok september 2008 samanborið við 66,8
milljarða í lok árs 2007 

Eiginfjárhlutfall var 33,1% í lok þriðja ársfjórðungs 2008 en var 37,5% í lok
árs 2007 

Handbært fé frá rekstri var 9,3 milljarðar króna en var 3,9 milljarðar króna á
sama tíma í fyrra 

Frekari upplýsingar veita:
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group 		sími: 896-1455
Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group	sími:665-8801