2017-03-15 19:32:12 CET

2017-03-15 19:32:12 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Skeljungur hf. - Boðun hluthafafundar

Skeljungur: Endanleg dagskrá, tillögur og framboð til stjórnar á aðalfundi félagsins 16.3.2017


Skeljungur hf.
Aðalfundur 2017



Skeljungur: Endanleg dagskrá, tillögur og framboð til stjórnar á aðalfundi
félagsins.


Aðalfundur Skeljungs hf. verður haldinn þann 16. mars 2017 kl. 16.00 á Hilton
Nordica Reykjavík, í fundarsal I. Tekið er á móti hluthöfum frá kl. 15.30.
Hluthafar eru hvattir til þess að mæta tímanlega, svo að fundurinn megi hefjast
á tilgreindum tíma.

Meðfylgjandi er endanleg dagskrá aðalfundarins og þær tillögur sem lagðar verða
fyrir fundinn en engar breytingar hafa orðið frá áður birtri dagskrá og
tillögum.

Einnig er meðfylgjandi breytingatillaga Gildis, lífeyrissjóðs, við tillögu
stjórnar um breytingu á 8. gr. samþykkta félagsins, um kaup félagsins á eigin
bréfum.

Framboðsfrestur til stjórnar félagsins er nú runninn út. Ekki bættust við önnur
framboð en fram komu í tillögu tilnefningarnefndar, þ.e. til aðalstjórnar
félagsins:

Birna Ósk Einarsdóttir
Gunn Ellefsen
Jens Meinhard Rasmussen
Jón Diðrik Jónsson
Trausti Jónsson

Þá gáfu eftirtaldir aðilar kost á sér í varastjórn félagsins:

Birgir Birgisson
Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir



Öll fundargögn má finna á heimasíðu félagsins: www.skeljungur.is/um-
skeljung/fjarfestar/.



Frekari upplýsingar veitir Ingunn Agnes Kro, regluvörður, sími 840-3026, tölvup.
regluvordur@skeljungur.is.


[]