2017-03-15 19:41:34 CET

2017-03-15 19:41:34 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Vátryggingafélag Íslands hf. - Niðurstöður hluthafafundar

VÍS - Niðurstöður aðalfundar og ársskýrsla félagsins


Á aðalfundi Vátryggingafélags Íslands sem haldinn var í dag var samþykkt
tillaga stjórnar um að félagið greiði hluthöfum arð sem nemur kr. 0,46 á hlut
fyrir árið 2016. Þá var sjálfkjörið í nýja stjórn VÍS. 

Heildarfjárhæð arðgreiðslunnar er um 1.023 milljónir króna. Arðsákvörðunardagur
er 15. mars 2017 sem þýðir að skráðir hluthafar í lok dags 17. mars 2017
(arðsréttindadagur) eiga rétt á arðgreiðslu. Arðleysisdagur er því 16. mars
2017 sem er fyrsti viðskiptadagur eftir arðsákvörðunardag og útborgunardagur er
6. apríl 2017 (arðgreiðsludagur). 

Aðalfundur heimilaði stjórn félagsins að kaupa á næstu 18 mánuðum hluti í
félaginu, í þeim tilgangi að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu og/eða
til að setja upp formlega endurkaupaáætlun, þannig að það ásamt dótturfélögum
þess eigi, að öðrum lagaskilyrðum fullnægðum, allt að 10% af hlutafé þess. 

Aðalfundur samþykkti einnig að lækka hlutafé félagsins úr kr. 2.296.436.567 að
nafnverði í kr. 2.223.497.541 að nafnverði, og að eigin hlutum félagsins að
nafnverði kr. 72.939.026 sé þannig eytt. 

Tillögur til breytinga á samþykktum voru allar samþykktar fyrir utan eina sem
laut að heimild stjórnar til hlutafjárhækkunar. Samþykktir félagsins og
starfskjarastefna þess eru viðfestar. 

Stjórn VÍS skipa:

Aðalstjórn

Gestur Breiðfjörð Gestsson

Helga Hlín Hákonardóttir

Herdís Dröfn Fjeldsted

Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir

Valdimar Svavarsson

Varastjórn

Andri Gunnarsson

Sandra Hlíf Ocares

Ný stjórn hélt stjórnarfund eftir aðalfundinn og skipti með sér verkum. 
Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir var kjörin formaður stjórnar og Helga Hlín
Hákonardóttir varaformaður. 

Lesa má nánar um helstu niðurstöður aðalfundar í viðfestu skjali.

Ársskýrsla félagsins fyrir árið 2016 hefur verið gefin út. Skýrslan er eingöngu
gefin út í vefútgáfu. Ársskýrsluna má nálgast á heimasíðu VÍS og á eftirfarandi
vefslóð: http://arsskyrsla2016.vis.is/