2011-06-23 17:00:00 CEST

2011-06-23 17:00:04 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Orkuveita Reykjavíkur - Fyrirtækjafréttir

Aðalfundur Orkuveitu Reykjavíkur 2011


Reykjavík, 2011-06-23 17:00 CEST (GLOBE NEWSWIRE) -- Aðalfundur Orkuveitu
Reykjavíkur var haldinn í dag og á honum voru lagðar fram Ársskýrsla OR 2010 og
Umhverfisskýrsla OR 2010. Skýrslurnar eru aðgengilegar á vef Orkuveitu
Reykjavíkur ásamt skýrslum fyrri ára á slóðunum
http://www.or.is/UmOR/Arsskyrslur og
http://www.or.is/Umhverfiogfraedsla/Umhverfismal/Umhverfisskyrslur. 

Kjöri stjórnar var lýst á fundinum og eru aðalmenn, kjörnir til eins árs þau
Haraldur Flosi Tryggvason formaður, Brynhildur Davíðsdóttir varaformaður, Gylfi
Magnússon, Kjartan Magnússon, Sóley Tómasdóttir og Hrönn Ríkharðsdóttir. 

Á fundinum var einnig samþykkt tillaga borgarstjórans í Reykjavík um að fram
fari óháð úttekt á stöðu og rekstri Orkuveitu Reykjavíkur með það fyrir augum
að draga fram með skýrum hætti orsakir þeirrar fjárhagslegu stöðu sem
fyrirtækið hefur ratað í. Til úttektarinnar voru fengin þau Ása Ólafsdóttir
hrl., Margrét Pétursdóttir löggiltur endurskoðandi og Ómar H Kristmundsson
prófessor við Stjórnmálafræðideild HÍ. 

Eftir aðalfundinn var haldinn opinn ársfundur Orkuveitu Reykjavíkur. Í
viðhengjum eru glærukynningar fluttar á fundinum auk ávarps borgarstjórans í
Reykjavík, Jóns Gnarr.