2017-10-09 13:43:26 CEST

2017-10-09 13:43:26 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Eik fasteignafélag hf. - Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Eik fasteignafélag hf.: Útboð skuldabréfa


Eik  fasteignafélag hf. efnir til útboðs  á skuldabréfum, á morgun, þriðjudaginn
10. október. Boðin verða til sölu skuldabréf í tveimur nýjum skuldabréfaflokkum,
EIK  161023 og EIK 161047, sem  báðir eru verðtryggðir.  Styttri flokkurinn, EIK
161023, er  með  sex  ára  lánstíma,  fylgir  25 ára jafngreiðsluferli og verður
boðinn  til  sölu  með  hollenskri  aðferð,  þ.e.  öll  samþykkt  tilboð bjóðast
fjárfestum  á  hæstu  ávöxtunarkröfu  sem  verður  tekið. Lengri flokkurinn, EIK
161047, er með 30 ára lánstíma, fylgir 30 ára jafngreiðsluferli og verður seldur
á ávöxtunarkröfunni 3,60%.

Tilgangur   skuldabréfaútboðsins  er  endurfjármögnun  skuldabréfaflokksins  EIK
12 01 sem  verður  greiddur  upp  þann  16. október  næstkomandi,  en fjármögnun
þeirrar   uppgreiðslu   hefur   þegar  verið  tryggð  að  fullu  með  lánum  frá
fjármálastofnunum.  Skil áskrifta eru fyrir klukkan 16:00 á morgun, þriðjudaginn
10. október.  Félagið áskilur sér rétt til þess að taka hvaða tilboði sem er eða
hafna þeim öllum.

Íslandsbanki  hefur  umsjón  með  útgáfu  skuldabréfanna  ásamt  því  að  sjá um
markaðssetningu til innlendra fjárfesta.  Fossar markaðir sjá um markaðssetningu
til erlendra fjárfesta.

Frekari upplýsingar veita:

-   Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, lydur@eik.is, s.
590-2209 / 820-8980

-   Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka, eik2017@islandsbanki.is, s. 440-4000

-   Steingrímur Finnsson, steingrimur.finnsson@fossarmarkets.com, s. 522-4000


[]