2015-02-05 18:25:47 CET

2015-02-05 18:26:47 CET


BIRTINGARSKYLDAR UPPLÝSNINGAR

Íslenska
HB Grandi hf. - Fyrirtækjafréttir

HB Grandi: Samkomulag um að kaup á Venusi HF 519 gangi til baka


Þann 17.12.2013 birti félagið frétt um að frystitogarinn Venus HF 519 (smíðaður
á Spáni árið 1973) hafi verið seldur til grænlenska félagsins Northern Seafood
ApS og var söluverðið 320 milljónir króna sem greiðast skyldi á næstu árum. 

Í dag, rúmu ári síðar, var undirritað samkomulag um að kaupin gangi til baka
vegna vanefnda kaupanda en það var mat stjórnenda HB Granda að farsælast væri
að taka við skipinu og leita nýs kaupanda.   Samhliða móttöku skipsins er
matsverð þess fært niður um 85 milljónir króna í bókum félagsins. 

Nánari upplýsingar veitir: Jónas Guðbjörnsson fjármálastjóri, s. 858 1031.