2012-06-13 10:59:32 CEST

2012-06-13 11:00:33 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Orkuveita Reykjavíkur - Fyrirtækjafréttir

Tilkynning frá Orkuveitu Reykjavíkur


Reykjavík, 2012-06-13 10:59 CEST (GLOBE NEWSWIRE) -- Í tengslum við mótun
Eigendastefnu Orkuveitu Reykjavíkur hefur sérstaklega komið til skoðunar hvort
rekstur gagnaveitu skuli teljast hluti kjarnastarfsemi Orkuveitu Reykjavíkur.
Eigendanefnd OR, sem hefur það hlutverk að gera tillögu að eigendastefnu til
eigenda, hefur í því samhengi til meðferðar tillögu, sem fram kom í stjórn OR,
um sölu Gagnaveitu Reykjavíkur. 

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hafa verið veittar ítarlegar trúnaðarupplýsingar
um málefni Gagnaveitu Reykjavíkur og komu þær upplýsingar fram að hluta í
kynningum á vegum Eigendanefndar á vettvangi sveitarstjórna eigenda. 

Í ljósi fréttaflutnings um málið að kvöldi 12. júní 2012 telur Orkuveita
Reykjavíkur rétt að tilkynna þetta: 

  -- Sala á Gagnaveitu Reykjavíkur er til skoðunar hjá Orkuveitu Reykjavíkur og
     eigendum fyrirtækisins.
  -- Verðmat fór fram fyrir ári. OR hyggst ekki birta niðurstöður þess, enda
     gæti það skaðað hagsmuni OR komi til sölu Gagnaveitu Reykjavíkur.
  -- Tillaga eigendanefndar OR að nýrri eigendastefnu er til meðferðar á
     vettvangi sveitarstjórnanna þriggja, Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstaðar
     og Borgarbyggðar.
  -- Í bókun eigendanefndar með tillögu til eigenda segir: „Eigendanefnd hefur
     ekki lokið umfjöllun sinni um tillögu um sölu Gagnaveitu Reykjavíkur sem
     vísað var til hennar af stjórn OR.“

OR hefur ekki upplýsingar um að nokkurt eigendasveitarfélaganna hafi enn tekið
afstöðu til tillögunnar.