2008-08-29 15:01:51 CEST

2008-08-29 15:02:51 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Verðbréfun hf. - Ársreikningur

- 6 mánaða uppgjör 2008


Umfjöllun um ársreikninginn og ákvarðanir stjórnar og hluthafa

Stjórn og hluthafar samþykktu árshlutareikning Verðbréfunar fyrir 1. janúar -
30. júní 2008 á fundi sínum 29.08.2008.

Starfsemin hjá Verðbréfun hf. hefur verið í lágmarki fyrri hluta árs 2008.
Fasteignamarkaður hefur verið að leita jafnvægis og dregið hefur úr uppgreiðslu
á lánum Verðbréfunar hf. Lánasafn Verðbréfunar hefur aukist lítillega frá 31.
desember 2007 eða um 2,7%. Útdráttur skuldabréfa Verðbréfunar hf. hefur verið í
jafnvægi á tímabilinu og verið dregið út úr safnbréfaflokki í samræmi við
inngreiðslur lána. Rekstrarhagnaður Verðbréfunar hf. fyrri hluta árs 2008 var
neikvæður um 2,85 milljónir króna fyrir skatta og 2,7 milljóna króna tap eftir
útreikning skatta.

Heildareignir félagsins hafa aukist um 5 miljónir króna frá 31. desember 2007
eða um 1,2%. Eigið fé félagsins lækkaði á sama tíma um 2,7 milljónir króna frá
fyrra ári eða 31,7%.

Framtíðarhorfur

Framtíðarhorfur á íbúðalánamarkaði munu skýrast þegar fram í sækir en starfssemi
Verðbréfunar hf. fer talsvert eftir því hversu mikið jafnvægi skapast á
skuldabréfamarkaði. Gert er ráð fyrir óbreyttum rekstri út árið 2008.

Ráðstöfun afkomu

Tap félagsins er fært til lækkunar á óráðstafað eigið fé.

Upplýsingar um ársreikning Verðbréfunar gefur Haukur Agnarsson,
framkvæmdastjóri Verðbréfunar í síma 410 7735