2015-03-31 16:00:17 CEST

2015-03-31 16:01:18 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Skipti hf. - Hluthafafundir

Aðalfundur Skipta hf. haldinn fimmtudaginn 16. apríl 2015


Aðalfundur Skipta hf. verður haldinn fimmtudaginn 16. apríl 2015 kl. 10:00 á
Hilton Hótel Nordica, Suðurlandsbraut 2. 


Dagskrá

1.             Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu rekstrarári

2.             Staðfesting ársreiknings fyrir síðastliðið rekstrarár

3.             Ákvörðun um hvernig skuli fara með hagnað félagsins á
síðastliðnu rekstrarári 

4.             Tillaga um að ójafnað tap verði jafnað með lækkun á
yfirverðsreikningi 

5.             Ákvörðun um samruna Skipta hf. og Símans hf., þar sem Skipti hf.
er yfirtökufélag 

6.             Tillögur stjórnar að breytingum á samþykktum  félagsins, og
aðrar breytingartillögur, 

Breytingartillögur stjórnar felast í því að nafni félagsins verði breytt í
Síminn hf., hjáheiti félagsins verði Iceland Telecom og að félagið hafi
framvegis ekki varamenn í stjórn félagsins. Þá fela tillögur stjórnar í sér að
breyta tilgangi félagsins þannig að tilgangur þess verði fjarskipta-,
upplýsingatækni-, afþreyingarstarfsemi og önnur skyld starfsemi, rekstur
fasteigna, kaup og sala verðbréfa, lánastarfsemi og fjárfesting í dóttur- og
hlutdeildarfélögum sem starfa á sviði félagsins. 



7.             Kosning stjórnar félagsins

8.             Kosning löggilts endurskoðanda eða endurskoðunarstofu

9.             Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna félagsins fyrir störf þeirra

10.           Samþykki starfskjarastefnu félagsins

11.           Tillaga um arðgreiðslustefnu félagsins

12.           Tillaga um að heimila félaginu kaup á eigin hlutabréfum skv. 55.
gr. hlutafélagalaga 

13.           Önnur mál löglega upp borin

Tilkynningum um framboð til stjórnar félagsins skal skilað til skrifstofu
félagsins að Ármúla 25 í Reykjavík eigi síðar en 5 dögum fyrir dagsetningu
aðalfundar. Framboðstilkynningar skulu uppfylla skilyrði 63. gr. a.
hlutafélagalaga nr. 2/1995 og 19.3. gr. samþykkta félagsins. Upplýsingar um
frambjóðendur verða til sýnis á skrifstofu félagsins 2 dögum fyrir aðalfund auk
þess sem stjórn félagsins áskilur sér rétt til að greina opinberlega frá
tilkynningum um framboð í stjórn félagsins. 



Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent frá kl. 09:30 á
aðalfundardegi. 



Tillögur stjórnar fyrir aðalfund er að finna í viðhengi.



Frekari upplýsingar veitir Pétur Þ. Óskarsson, yfirmaður samskipta Símans í
farsíma 863-6075.