2016-05-03 23:45:22 CEST

2016-05-03 23:45:22 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Tryggingamiðstöðin hf. - Fyrirtækjafréttir

Standard & Poor’s (S&P) staðfestir matseinkunn TM.


Standard & Poor’s (S&P) staðfesti í dag matseinkunnina BBB fyrir
Tryggingamiðstöðina (TM). Horfur eru metnar stöðugar. Matið er gefið út vegna
afskráningar TM úr matsferli S&P en félagið hefur tekið ákvörðun um að
matsfyrirtækið A.M. Best muni hér eftir meta fjárhagslegan styrk TM enda er
A.M. Best sérhæft í mati á vátryggingafélögum. 

TM hefur frá árinu 2007 verið með styrkleikamat frá matsfyrirtækjum, eitt
íslenskra tryggingafélaga.  Matið veitir TM möguleika á að sækja
vátryggingaviðskipti á erlenda markaði og er því mikilvægur liður í
vaxtarmöguleikum félagsins. 

Meðfylgjandi er fréttatilkynning S&P um niðurstöður matsins á TM.