2015-07-14 17:34:05 CEST

2015-07-14 17:34:22 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
REG3A fjármögnun - Fyrirtækjafréttir

REG3A fjármögnun : Breyting á undirliggjandi veðandlagi, samþykki skuldabréfaeigenda


Samkvæmt  útgáfulýsingu skuldabréfaflokksins REG3A  14 1 er útgefanda flokksins,
REG3A fagfjárfestasjóði, kt. 431213-9900, heimilt að leyfa Reginn atvinnuhúsnæði
ehf.,   kt.   521009-1010, að  skipta  út  eignum  í  undirliggjandi  veðandlagi
lánssamnings  milli útgefanda  og Regins  atvinnuhúshæðis. Undir  liðnum sérstök
skilyrði d) í útgáfulýsingu REG3A 14 1 kemur eftirfarandi fram:"Í  lánssamningi útgefanda  við Regin  atvinnuhúsnæði ehf.  kemur fram  að Regin
atvinnuhúsnæði  ehf. geti  selt eignir  sem standa  til tryggingar  með samþykki
útgefanda  svo lengi sem önnur  veð koma í staðinn,  skv. skilmálum. Fari svo að
Reginn  atvinnuhúsnæði ehf. óski  eftir því að  selja fasteignir úr veðandlaginu
skal  útgefandi  ekki  samþykkja  slíka  sölu  nema  með fyrirfram samþykki 75%
skuldabréfaeigenda ef eitt eða fleiri af eftirfarandi skilyrðum eru til staðar:

   I. Reginn atvinnuhúsnæði ehf. hefur selt a.m.k. tvær fasteignir úr
      veðandlaginu síðastliðna 12 mánuði.
  II. Reginn atvinnuhúsnæði ehf. hefur selt samanlagt 20% eða meira af virði
      veðandlagsins eða fyrir séð að umrædd sala leiði til þess. Virði
      veðandlagsins er skilgreint í lánssamningi.
 III. Um er að ræða sölu innan samstæðu Regins hf. "

Reginn  atvinnuhúsnæði hefur óskað eftir því að selja fasteignina við Þverbrekku
8, 200 Kópavogi úr undirliggjandi veðandlagi en uppreiknað matsvirði eignarinnar
er  um 77 m.kr. (um 0,52% af  virði veðandlags). Fyrri skipti  á veðum hafa haft
uppsafnað  umframvirði  sem  nemur  um  35 m.kr. Reginn atvinnuhúsnæði hefur því
óskað  eftir því að í stað Þverbrekku 8 komi sambærileg veð í form reiðufjár eða
fasteigna  að frádregnu uppsöfnuðu umframvirði vegna fyrri skipta, þ.e. að virði
um 42 m.kr.

Þar  sem liður I hér að ofan á við, þ.e. um þriðju eign er að ræða sem skipti er
út   á   12 mánaða  tímabili,  óskar  REG3A  fagfjárfestasjóður  eftir  samþykki
skuldabréfaeigenda  REG3A 14 1 á ofangreindum  breytingum á veðandlagi. Tilkynnt
verður  þegar samþykki fjárfesta liggur fyrir og REG3A fjármögnun hefur samþykkt
söluna.

Nánari upplýsingar veitir Þorkell Magnússon, forstöðumaður skuldabréfa, ALDA
sjóðir hf. í síma 510-1090.


[HUG#1938736]