2009-05-08 11:29:07 CEST

2009-05-08 11:30:17 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Snæfellsbær - Ársreikningur

- Ársreikningur 2008


Fimmtudaginn 7. maí 2009 var ársreikningur Snæfellsbæjar 2008 tekinn til fyrri
umræðu.  Eins og sveitarstjórnarlög kveða á um, skal fjalla um ársreikninginn á
tveimur fundum í sveitarstjórn. Síðari umræða um ársreikningurinn verður
miðvikudaginn 20. maí n.k. 

Í reglugerð nr. 944/2000, um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga, sem tók
gildi 1. janúar 2001, eru ákvæði um reikningsskil sveitarfélaga. Þar er gert
ráð fyrir að sveitarfélög hagi bókhaldi sínu og reikningsskilum í samræmi við
ákvæði laga um bókhald nr. 145/1994 og ársreikninga nr. 144/1994 að svo miklu
leyti sem sveitarstjórnarlög mæla ekki fyrir á annan veg eða reglugerðir settar
á grundvelli þeirra.  Ársreikningar sveitarfélaga skulu byggðir á almennum
reikningsskilaaðferðum. 

Ársreikningur Snæfellsbæjar fyrir árið 2008 byggir á sömu
reikningsskila¬aðferðum og árið áður í samræmi við framangreind lög og reglur. 

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu um 1.515,5 millj. króna samkvæmt
samanteknum rekstrarreikningi fyrir A- og B-hluta en fjárhagsáætlun gerði ráð
fyrir rekstrartekjum um 1.364,2 millj. króna. Rekstrartekjur A- hluta námu um
1.209,6 millj. króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum um
1.099,9 millj. króna. 

Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A-
og B-hluta var rekstrarafgangur að fjárhæð um 89,9 millj. króna en samkvæmt
fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir tapi upp á 15,3 millj. króna. Afkoman varð
því töluvert betri en áætlun gerði ráð fyrir, eða sem nemur 105,2 millj. króna.
 Rekstrarniðurstaða A-hluta var rekstrarafgangur að fjárhæð 121,6 millj. króna
en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrarafgangi upp á um 5,5 millj. króna.
Afkoman varð því betri sem nemur 116,1 millj. króna.  Ástæða þessa er að mestu
leyti hærri skatttekjur, en á árinu 2008 voru þær samtals 82 milljónum króna
hærri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins. 

Veltufé frá rekstri var 399,6 millj. króna og veltufjárhlutfall er 1,69. 
Handbært frá rekstri var 425,8 milljónir. 

Heildareignir bæjarsjóðs námu um 1.978,2 millj. króna og heildareignir
sveitarfélagsins í samanteknum ársreikningi um 2.533,8 millj. króna í árslok
2008. Heildarskuldir bæjarsjóðs námu um 1.348,2 millj. króna og í samanteknum
ársreikningi um 1.777,8 millj. króna. 

Fjárfestingarhreyfingar voru 281,6 milljónir og fjármögnunarhreyfingar 194,3
milljónir. Snæfellsbær fjárfesti á árinu fyrir 297 milljónir í varanlegum
rekstrarfjármunum og tók engin ný lán en greiddi niður lán að fjárhæð 194
milljónir. 
Álagningarhlutfall útsvars var 13,03%. Álagningahlutfall fasteignaskatts nam
0,44% á íbúðarhúsnæði og álagningarhlutfall á aðrar fasteignir nam 1,55%. 
Hægt verður að nálgast ásreikninginn á bæjarskrifstofunni Snæfellsási 2,
Hellissandi, sími 433-6900. Einnig á heimasíðu Snæfellsbæjar, www.snb.is.

snaefellsbaer.pdf