2015-02-27 16:15:18 CET

2015-02-27 16:16:19 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Vátryggingafélag Íslands hf. - Fyrirtækjafréttir

Samkomulag um niðurfellingu máls slitastjórnar SPRON gegn VÍS.


Eins og greint var frá í útgefandalýsingu VÍS höfðaði SPRON mál á hendur VÍS
með stefnu dags. þann 18. júlí 2012, þar sem m.a var krafist riftunar á
endurgreiðslu SPRON þann 31. október 2008 á 2 ma. kr. peningamarkaðsláni sem
VÍS veitti SPRON í september 2008. 

Í lýsingu kemur jafnframt fram að Klakki ehf. fyrrum eigandi VÍS ákvað að halda
VÍS skaðlausu af tjóni vegna dómsmálsins.  Í því skyni skuldbatt Klakki sig til
að auka eigið fé VÍS um allt að 3,5 ma. kr. í því skyni að niðurstaða
dómsmálsins hafi ekki áhrif á virði hlutabréfa félagsins
(„áskriftarskuldbinding“). 

Til tryggingar greiðslu fyrrgreindrar áskriftarskuldbindingar lagði Klakki fram
ábyrgðaryfirlýsingu útgefna af Landsbankanum sem samsvarar 3,5 ma. kr. VÍS átti
að geta krafið Landsbankann um greiðslu á grundvelli ábyrgðarinnar ef Klakki
stæði ekki við skuldbindingar sínar um kaup á nýju hlutafé. Þetta er vel
útlistað í útgefandalýsingunni á blaðsíðu 24 - 25. 

Sérákvæði í tengslum við framangreint skaðleysi var sett í samþykktir félagsins
(grein nr. 26). 

Þróun málsins hefur síðan jafnt og þétt verið rakin í árshlutareikningum VÍS.

SPRON og VÍS hafa nú komist að samkomulagi um niðurfellingu málsins. Með
samkomulaginu fallast samningsaðilar á að þeir eiga engar frekari kröfur á
hendur hvor öðrum hverju nafni sem þær kunna að nefnast. Enginn kostnaður
fellur á VÍS vegna samkomulagsins fyrir utan eigin málskostnað. 

Af því tilefni hefur stjórn VÍS samþykkt að leysa Klakka ehf. undan
áskriftarloforði sínu og bankaábyrgð í tengslum við skaðleysi VÍS af SPRON
málinu enda ljóst að engin þörf er fyrir skaðleysið lengur.