2015-03-19 16:21:09 CET

2015-03-19 16:22:10 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Tryggingamiðstöðin hf. - Fyrirtækjafréttir

Tryggingamiðstöðin fær styrkleikamat frá A.M. Best


Matsfyrirtækið A.M. Best hefur metið fjárhagslegan styrkleika
Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) og er einkunnin B++. TM hefur þegar mat á
fjárhagslegum strykleika frá matsfyrirtækinu Standard & Poor's (S&P's) og er sú
einkunn BBB- en það er sama einkunn og S&P hefur veitt langtímaskuldbindingum
íslenska ríkisins. Matseinkunn A.M. Best er samsvarandi við BBB+ einkunn á
matskvarða Standard & Poor's. Mat A.M. Best nær einnig til lánshæfis og fær TM
lánshæfiseinkunnina bbb+. 

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM:

„TM hefur frá árinu 2007 verið með styrkleikamat frá S&P, eitt íslenskra
tryggingafélaga.  Matið veitir TM tækifæri til að sækja vátryggingaviðskipti á
erlenda markaði og er því mikilvægur liður í vaxtarmöguleikum félagsins. Mat
A.M. Best sem er sérhæft í mati á vátryggingafélögum styrkir frekar stoðir
félagsins á því sviði“. 

Meðfylgjandi er fréttatilkynning A.M. Best frá 18. mars um niðurstöður matsins
á TM. 



Nánari upplýsingar veitir:

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM

S: 515-2609

sigurdur@tm.is