2009-09-17 12:28:14 CEST

2009-09-17 12:29:13 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Verðbréfun hf. - Ársreikningur

- Ársreikningur 2008


Þann 16. september 2009 var stjórnarfundur Verðbréfunar hf. haldinn að
Austurstræti 11, 101 Reykjavík, þar sem ársreikningur félagsins fyrir árið 2008
var lagður fram og samþykktur. 

Lykiltölur úr árshlutareikningnum (í þús.kr.): Sjá viðhengi.			


Umfjöllun um ársreikninginn og ákvarðanir stjórnar og hluthafa
Stjórn og hluthafar samþykktu ársreikning Verðbréfunar fyrir 2008 á fundi sínum
16.09.2009. 

Starfsemi Verðbréfunar hf. var í lágmarki 2008. Umtalsverðar breytingar urðu á
fasteignamarkaði 2008 og hefur dregið verulega úr uppgreiðslu á lánum
félagsins. Lánasafn Verðbréfunar hefur lækkað frá 31. desember 2007 um 8,8%.
Útdráttur skuldabréfa hefur verið í jafnvægi á tímabilinu og verið dregið út úr
safnbréfaflokkum í samræmi við inngreiðslur lána. Rekstrarhagnaður Verðbréfunar
hf. á árinu 2008 var neikvæður um 21,16 milljónir króna fyrir og eftir
útreikning skatta. 
Heildareignir félagsins hafa lækkað um 43 miljónir króna frá 31. desember 2007
eða um 10,2%. Eigið fé félagsins lækkaði á sama tíma um 21,16 milljónir króna
frá fyrra ári. 

Breyting á eignarhaldi
Þann 8.10.2008 var hlutur Landsbanka Íslands hf. seldur NBI hf.

Framtíð félagsins
Stjórn Verðbréfunar hf. samþykkti á fundi sínum þann 16. september 2009
samkomulag við NBI hf. um kaup á útistandandi skuldabréfum Verðbréfunar hf. á
uppgreiðsluvirði safnbréfanna. Leitast verður eftir samþykki kröfuhafa
safnbréfanna og er stefnt að uppgjöri þann 1.12.2009. 

Upplýsingar um ársreikning Verðbréfunar gefur Haukur Agnarsson,
framkvæmdastjóri Verðbréfunar í síma 410 7735