2009-09-17 12:33:32 CEST

2009-09-17 12:34:32 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Verðbréfun hf. - Fyrirtækjafréttir

- Rekstri Verðbréfunar hf. verður hætt


Stjórn Verðbréfunar hf. samþykkti á fundi sínum þann 16. september 2009
samkomulag við NBI hf. um kaup á útistandandi skuldabréfum Verðbréfunar hf. á
uppgreiðsluvirði safnbréfanna. Leitast verður eftir samþykki kröfuhafa
safnbréfanna og er stefnt að uppgjöri þann 1.12.2009. Tilgangur Verðbréfunar
hf. hefur verið kaup og eignarhald safna fasteignaveðlána af Landsbanka Íslands
hf. og að standa að eigin fjármögnun með útgáfu markaðshæfra skuldabréfa. Þann
8.10.2008 var hlutur Landsbanka Íslands hf. seldur NBI hf. Eigendur útgefinna
skuldabréfa eru samtals fimm og er heildarnafnverð útistandandi skuldabréfa 143
m.kr. Undanfarin ár hefur rekstur Verðbréfunar hf. verið í lágmarki og ekki
verið um útgáfur markaðshæfra skuldabréfa. 

Nánari upplýsingar veitir Haukur Agnarsson framkvæmdastjóri í síma 410 7735.