2014-03-19 16:52:49 CET

2014-03-19 16:53:49 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Íbúðalánasjóður - Fyrirtækjafréttir

Mánaðarskýrsla Íbúðalánasjóðs febrúar 2014


Aukin eignasala í byrjun árs

Í nýútkominni mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs fyrir febrúar 2014 kemur meðal
annars fram að fyrstu tvo mánuði þessa árs hefur Íbúðalánasjóður selt 584
eignir. Þar munar mest um yfirtöku Kletts leigufélags á 517 eignum sjóðsins, 
en auk þess hefur hefðbundin eignasala sjóðsins aukist á milli ára, jafnvel
þótt salan til Kletts sé dregin frá. Þannig seldi sjóðurinn samtals 67 eignir í
janúar og febrúar á þessu ári, en 22 eignir á sama tímabili í fyrra. 

Af 2.111 heildareignum sjóðsins eru 1.017 í sölumeðferð, flestar á skrá hjá
fasteignasölum, og 881 íbúð víðsvegar um landið er í útleigu á vegum sjóðsins. 

Heimilum í vanskilum við Íbúðalánasjóð fjölgar lítillega á milli mánaða.
Hlutfall lánþega í vanskilum fór úr því að vera 7,05% af lánþegum sjóðsins í
janúar 2014 í að vera 7,15% í febrúar. Þessi hækkun er örlítið frávik frá
minnkandi vanskilum undanfarins árs, en sambærilegt hlutfall í febrúar í fyrra
var 9,23%.