2016-03-16 22:33:43 CET

2016-03-16 22:33:43 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Vátryggingafélag Íslands hf. - Niðurstöður hluthafafunda

Helstu niðurstöður aðalfundar og boðun til framhaldsaðalfundar. Árskýrsla VÍS 2015.


Í tilkynningu VÍS þann 11. mars 2016 var tilkynnt um framkomin framboð til
aðal- og varastjórnar félagsins og kröfu um að beitt yrði margfeldiskosningu
við stjórnarkjörið. Með tilkynningu félagsins fyrr í dag var tilkynnt um að
Guðmundur Þórðarson og Jóhann Halldórsson hefðu dregið framboð sín til
aðalstjórnar VÍS tilbaka við upphaf aðalfundar. Þar með var einungis einn
karlkyns einstaklingur í framboði til aðalstjórnar en fjórir kvenkyns
einstaklingar. 

Samkvæmt 1. mgr. 63. gr. laga um hlutafélög og 3. mgr. 19. gr. (áður 15. gr.)
samþykkta félagsins skal hlutfall hvors kyns í stjórn félagsins eigi vera lægra
en 40%. Þar sem einungis einn karlkyns einstaklingur var í framboði til
aðalstjórnar var orðið ljóst að niðurstaða stjórnarkjörs gat ekki orðið í
samræmi við fyrrgreint lagaákvæði og ákvæði samþykkta félagsins. 

Að tillögu fundarstjóra ákvað aðalfundur að fresta dagskrárlið nr. 6 um
stjórnarkjör í félaginu til framhaldsaðalfundar. Var stjórn falið að boða til
framhaldsaðalfundar sem skyldi haldinn innan 3 – 4 vikna frá aðalfundinum og
auglýsa eftir nýjum framboðum, sbr. 2. málsl. 5. mgr. 19. gr. samþykkta
félagsins. Núverandi stjórn starfar áfram þar til ný stjórn verður kjörin á
framhaldsaðalfundi. 

Framhaldsaðalfundur verður haldinn 6. apríl nk. klukkan 17:00 í höfuðstöðvum
VÍS að Ármúla 3, 108 Reykjavík. Eina mál á dagskrá þess fundar er kosning
stjórnar. 

Frestur til að tilkynna um ný framboð til stjórnar á stjorn@vis.is lýkur fimm
dögum fyrir framhaldsaðalfundinn, föstudaginn 1. apríl 2016, kl. 16:00.
Framboðseyðublað má finna á vefsíðu félagsins. Upplýsingar um frambjóðendur til
stjórnar verða lagðar fram hluthöfum til sýnis í höfuðstöðvum félagsins eigi
síðar en tveimur dögum fyrir framhaldsaðalfundinn. 

Helstu niðurstöður aðalfundarins að öðru leyti eru að finna í meðfylgjandi
skjali, ásamt nýjum samþykktum félagsins og nýrri starfskjarastefnu. 

Ársskýrsla félagsins fyrir árið 2015 hefur verið gefin út. Skýrslan er eingöngu
gefin út í vefútgáfu. Ársskýrsluna má nálgast á heimasíðu VÍS og á eftirfarandi
vefslóð: http://arsskyrsla2015.vis.is/