2009-04-30 18:18:05 CEST

2009-04-30 18:19:05 CEST


Islandic
Askar Capital hf. - Fjárhagsdagatal

- Birtingu ársreiknings 2008 frestað


Samkvæmt tilkynningu Askar Capital frá 14. apríl sl.  stendur fjárhagsleg
endurskipulagning félagsins yfir.  Vegna alþjóðlegrar kreppu og hruns íslenska
bankakerfisins hefur félagið þurft að færa niður eignir á síðustu mánuðum sem
hefur leitt til verulegs taps af starfseminni. Af þessum sökum uppfyllir nú
félagið ekki lögbundin skilyrði til reksturs fjármálafyrirtækis.
Fjármálaeftirlitið hefur veitt félaginu frest til 15. maí nk. til að koma
fjárhagsstöðu félagsins í lögbundið horf. 

Askar Capital á í viðræðum við kröfuhafa, m.a. við eigendur skuldabréfa í
flokki ASKR 07 1, um fjárhagslega endurskipulagningu félagsins svo að skilyrði
laga séu uppfyllt. Stefnt er að því að niðurstaða viðræðna liggi fyrir eigi
síðar en 15. maí nk. 

Í ljósi þessa og því að félagið er ekki skylt að birta uppgjör sitt í kauphöll
sbr. 2. mgr. 56. gr. laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti, hefur stjórn
Askar Capital ákveðið að fresta birtingu uppgjörs þar til niðurstaða er fengin
í þá vinnu sem er í gangi. 

Nánari upplýsingar veitir Benedikt Árnason, forstjóri, í síma 665 8859.