2012-09-03 14:15:00 CEST

2012-09-03 14:15:03 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Sandgerðisbær - Ársreikningur

Árshlutareikningur Sandgerðisbæjar 30. júní 2012


Rekstraráætlanir standast en verðbætur aukast

Meðfylgjandi er árshlutareikningur Sandgerðisbæjar 30. júní 2012.

Árshlutareikningur Sandgerðisbæjar fyrir fyrstu sex mánuði ársins  liggur
fyrir.  Reikningurinn sýnir að rekstraráætlanir ganga eftir. Vegna verðbólgu
eru verðbætur lána og skuldbindinga umfram áætlun en í þeim hafði verið ráð
fyrir 4% verðbólgu allt árið 2012. Fyrstu sex mánuði ársins eru
verðlagshækkanir hins vegar orðnar 3,5%. 



Undanfarin ár hefur verið unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu
sveitarfélagsins og miðar hægt og bítandi í rétta átt. Mörkuð hefur verið
stefna um að innan 10 ára verði heildarskuldir og skuldbindingar A og B hluta
150% eða lægri af reglulegum tekjum, og að janvægi náist í rekstri
sveitarfélagsins í síðasta lagi árið 2017.