2008-08-05 12:58:11 CEST

2008-08-05 12:59:09 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Kaupþing banki hf. - Fyrirtækjafréttir

- Kaupþing selur rekstur sinn á sviði tryggingaiðgjaldafjármögnunar í Bretlandi



Dótturfélag Kaupþings banka hf., Kaupthing Singer & Friedlander
("KSF") hefur selt rekstur sinn á sviði tryggingaiðgjaldafjármögnunar
til Close Brothers á lítils háttar yfirverði miðað við bókfært verð
(e. net asset value). Með sölunni verður losað um lausafé hjá KSF sem
nemur rúmlega 100 milljónum punda (jafnvirði um 16 milljarða króna).
Jafnframt hefur KSF nánast hætt rekstri á sviði
hrávöruviðskiptafjármögnunar og hafa 97% af upphaflegu eignasafni,
sem nam tæplega 350 milljónum punda (jafnvirði um 55 milljarða
króna), verið greiddar upp.

KSF greindi í febrúar frá síðasta þættinum í endurskipulagningu
rekstrarins í Bretlandi í kjölfar kaupa Kaupþings á Singer &
Friedlander árið 2005. KSF gerði þá grein fyrir því að bankinn
hygðist hætta starfsemi á sviði eignafjármögnunar og
hrávöruviðskiptafjármögnunar, auk þess sem gerðar hefðu verið
skipulagsbreytingar innan fyrirtækjasviðs í Bretlandi.

Unnið hefur verið að því að hætta starfsemi á sviði eignafjármögnunar
frá því sú tilkynning birtist og hafa margir hugsanlegir kaupendur
lýst áhuga á starfseminni í heild eða að hluta. Bankinn vinnur nú að
því að losna úr rekstri fyrirtækjaeignafjármögnunar og
eignafjármögnunar á sviði heilbrigðisþjónustu og gerir ráð fyrir því
að senda nánari upplýsingar um stöðu þess á næstu mánuðum.

Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kaupthing Singer & Friedlander"Lausafjárstaða okkar styrkist nú enn frekar í kjölfar þess að
bankinn hættir í rekstri  hrávöruviðskiptafjármögnunar og
tryggingaiðgjaldafjármögnunar og í ljósi þess að innlánaafurð okkar á
netinu, Kaupthing Edge, hefur gengið mjög vel. Við erum því áfram
bjartsýn á stöðu rekstrarins í Bretlandi."

Frekari upplýsingar veita:
Jónas Sigurgeirsson, Framkvæmdastjóri Samskiptasviðs, í síma 444 6112
Ármann Þorvaldsson, Forstjóri KSF, í síma +44 203 205 5000