2017-11-02 17:19:19 CET

2017-11-02 17:19:54 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Skeljungur hf. - Niðurstöður hluthafafundar

Skeljungur: Niðurstaða hluthafafundar


Stjórn Skeljungs veitt heimild til framkvæmdar endurkaupaáætlunar

Á  hluthafafundi Skeljungs hf. þann 2. nóvember 2017 var samþykkt viðbót við 8.
gr.  samþykkta félagsins, um  eigin hluti félagsins,  þess efnis að yrði heimild
til  kaupa á  eigin hlutum  veitt skyldi  hennar getið  í sérstökum  viðauka við
samþykktirnar  og  skyldi  viðaukinn  vera  hluti  af samþykktunum þann tíma sem
heimildin væri í gildi.

Hluthafafundurinn  veitti jafnframt  stjórn heimild  til þess  að kaupa, fram að
næsta  aðalfundi, hlutabréf  í félaginu  þannig að  það ásamt dótturfélögum þess
gæti  átt allt að 10% af  hlutafé þess. Kaup félagsins  skyldu þó ekki fara fram
yfir kr. 700.000.000,- að markaðsvirði.

Einungis  er heimilt að nýta heimild þessa í þeim tilgangi að setja upp formlega
endurkaupaáætlun.  Endurgjald fyrir keypta hluti skal ekki vera á hærra verði en
nemur verði síðustu óháðu viðskipta eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboði í
þeim  viðskiptakerfum  þar  sem  viðskipti  með  hlutina fara fram, hvort sem er
hærra.



Nánari upplýsingar veitir Benedikt Ólafsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs
Skeljungs hf., fjarfestar@skeljungur.is, 840-3071.






[]