2011-12-21 16:15:00 CET

2011-12-21 16:15:02 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Orkuveita Reykjavíkur - Fyrirtækjafréttir

Tilkynning frá Orkuveitu Reykjavíkur


Reykjavík, 2011-12-21 16:15 CET (GLOBE NEWSWIRE) -- HS Orka hefur stefnt
Orkuveitu Reykjavíkur til aðildar að deilu um túlkun orkusölusamnings við
Norðurál frá 2005, samanber svohljóðandi tilkynningu HS Orku í dag: 

Þann 16. desember 2011 vísaði HS Orka hf („HS“) til gerðardóms deilu um túlkun
orkusölusamnings sem HS og Orkuveita Reykjavíkur („OR“) gerðu við Norðurál
Grundartanga ehf. („Norðurál“) árið 2005. Deilan snýst um það orkumagn sem
Norðuráli ber að kaupa frá HS samkvæmt orkusölusamningnum til notkunar í
álverinu á Grundartanga , með hliðsjón af orkukaupum Norðuráls frá öðrum
aðilum. Þó ekki sé um neina deilu að ræða milli HS og OR þá varð HS að krefjast
aðildar OR að deilunni þar sem um sameiginlegan orkusölusamning er að ræða.
Gerðardómsmálið verður rekið í samræmi við reglur Gerðardómsstofnun
Viðskiptaráðsins í Stokkhólmi. Gerðardómur hefur ekki verið skipaður og áætlun
um framgang málsins ekki verið ákveðin.