2016-02-18 10:07:27 CET

2016-02-18 10:07:27 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Síminn hf. - Ársreikningur

Síminn sækir fram eftir ár endurskipulagningar


Helstu niðurstöður í rekstri á árinu 2015

  -- Tekjur árið 2015 námu 30.407 milljónum króna samanborið við 30.322
     milljónir króna árið 2014.
  -- Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði EBITDA nam 8.042
     milljónum króna árið 2015 samanborið við 8.313 milljónir króna árið 2014.
     EBITDA hlutfallið er 26,4% fyrir árið 2015 en var 27,4% árið 2014.
  -- Hagnaður árið 2015 nam 2.875 milljónum króna samanborið við 3.274 milljónir
     króna árið 2014 og lækkar um 399 milljónir króna milli ára. Á árinu 2014
     varð söluhagnaður vegna krafna á Glitni, dótturfélags og fastafjármuna að
     fjárhæð 753 milljónir króna. Án þessara liða hækkar hagnaður á milli ára.
  -- Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta nam 7.747 milljónum króna árið
     2015 en var 7.544 milljónir króna árið 2014. Eftir vexti og skatta nam
     handbært fé frá rekstri 6.373 milljónum króna árið 2015 en 5.795 milljónum
     króna árið 2014.
  -- Vaxtaberandi skuldir námu 24,2 milljörðum króna í lok árs 2015 en voru 25,4
     milljarðar í árslok 2014. Hreinar vaxtaberandi skuldir voru 20,1 milljarður
     króna í lok árs 2015 og lækkuðu um 1,3 milljarða á árinu 2015.
  -- Hrein fjármagnsgjöld námu 1.287 milljónum króna á árinu 2015 en voru 609
     milljónir króna árið 2014. Fjármagnsgjöld námu 1.762 milljónum króna,
     fjármunatekjur voru 419 milljónir króna og gengishagnaður 56 milljónir
     króna.
  -- Eiginfjárhlutfall Símans hf. var 52,8% í lok árs 2015 og eigið fé 32,8
     milljarðar króna.

Orri Hauksson, forstjóri:

„Síminn hefur nú betri burði til að sækja fram eftir afrakstur
endurskipulagningar á samstæðunni á síðasta ári. Afkoman er í takt við áætlanir
okkar, sem við kynntum í aðdraganda skráningar Símans á markað í október.
Skipti, Síminn og Skjárinn sameinuðust á síðasta ári og upplýsingatæknisvið
Símans var fært undir dótturfélagið Sensa. Vöruframboði samstæðunnar var breytt
og fókusinn stilltur. 

Síminn nýtur nú bættra kjara frá lykilbirgjum. Þá lækkar kostnaður við leigu á
þessu ári þegar um 4.000 fermetrum verður skilað. Sum umbreytingaverkefni
síðasta árs leiddu til tímabundinnar tekjulækkunar og kostnaðarauka til skamms
tíma. Síminn kynnti til að mynda gagnvirka áskriftarþjónustu, SkjáEinn hjá
Símanum, um leið og hann opnaði línulega dagskrá SkjásEins á landsvísu. 

Samstæðan fjárfesti í fjarskiptainnviðum fyrir 4,1 milljarða á árinu. 4G kerfi
Símans náði í árslok til 89% landsmanna og mun útbreiðsla aukast enn frekar á
þessu ári. Dótturfélagið Míla veitti 87 þúsund heimilum möguleika á tvöfalt
öflugri tengingu en áður og mun byggja hratt upp ljósleiðarnet sitt á þessu
ári. 

Staðan er vel viðunandi. Harðnandi samkeppni og fyrirséðar hundruð milljóna
króna kostnaðarhækkanir samstæðunnar vegna SALEK-samkomulags á vinnumarkaði
valda því hins vegar að skerpa þarf enn frekar á rekstrinum til hagsbóta fyrir
viðskiptavini og hluthafa.“ 

Nánari upplýsingar um uppgjörið veita:

Orri Hauksson, forstjóri Símans, s. 550-6003. (orri@siminn.is)

Óskar Hauksson, fjármálastjóri Símans s. 550-6003. (oskar@siminn.is)