2015-09-25 13:35:57 CEST

2015-09-25 13:36:58 CEST


REGLAMENTUOJAMA INFORMACIJA

Islandų Anglų
Landsbankinn hf. - Fyrirtækjafréttir

Landsbankinn hf. lýkur víxlaútboði


Landsbankinn hf. lauk í dag lokuðu útboði á LBANK 16 0310, víxlum sem skráðir
verða á Nasdaq Iceland. Gjalddagi víxlanna er 10. mars 2016. 

Heildartilboð í útboðinu námu 5.020 m.kr. og var tilboðum tekið fyrir 1.300
m.kr. á 6,40% flötum vöxtum sem jafngildir verðinu 97,2847. 

Stefnt er að töku víxlanna til viðskipta á Nasdaq Iceland þann 5. október 2015.

Nánari upplýsingar um víxlana má finna á vefsvæði fjármögnunar bankans,
www.landsbankinn.is/vixlar.