|
|||
![]() |
|||
2025-03-26 17:30:37 CET 2025-03-26 17:30:37 CET REGULATED INFORMATION Landsbréf hf. - ÁrsreikningurHagnaður Landsbréfa 1.272 milljónir á árinu 2024Landsbréf hf. hafa birt ársreikning vegna ársins 2024. Helstu niðurstöður eru þessar:
Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa: „Árið 2024 var farsælt í rekstri Landsbréfa og ávöxtun sjóða almennt góð að teknu tilliti til markaðsaðstæðna og þá sérstaklega í samanburði við samkeppnisaðila. Verðbólga tók að hjaðna þegar leið á árið og Seðlabanki Íslands hóf vaxtalækkunarferli sitt. Síðustu mánuðir ársins reyndust sérlega hagfelldir á innlendum hlutabréfamarkaði og nutu hlutabréfasjóðir Landsbréfa og eignadreifingarsjóðir góðs af því. Væntingar um lækkandi verðbólgu og áframhaldandi vaxtalækkanir gefa fyrirheit um gott yfirstandandi ár á mörkuðum og þar með fyrir sjóði Landsbréfa, þó ýmsir óvissuþættir geti aukið sveiflur á mörkuðum og þá einkum ýmis alþjóðleg óvissa, bæði austan hafs og vestan. Það eru einnig krefjandi tímar í hagstjórn hér á landi og mikilvægt að þeir sem völdin hafa taki ábyrg skref í átt að áframhaldandi hagsæld. Við hjá Landsbréfum tökum alvarlega það hlutverk að ávaxta sparifé landsmanna og erum þakklát fyrir það traust sem þúsundir sjóðafélaga hafa sýnt Landsbréfum og heitum því að vinna áfram með hag þeirra að leiðarljósi.“ Nánari upplýsingar um ársreikning Landsbréfa veitir Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa, í síma 410 2500. ![]() |
|||
|