2009-04-20 11:47:59 CEST

2009-04-20 11:49:08 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Teymi hf. - Niðurstöður hluthafafunda

Niðurstöður hluthafafundar 20. apríl 2009


Hluthafafundur Teymis hf. var haldinn á skrifstofu félagsins að Suðurlandsbraut
18, Reykjavík, mánudaginn 20. apríl 2009. Á fundinum voru samþykktar
eftirfarandi tillögur: 

1. Fallist var á að leita nauðasamnings við kröfuhafa félagsins til þess að
ráða bót á fjárhagslegri stöðu þess og forða félaginu frá gjaldþroti. 

2. Fallist var á að hlutafé félagsins yrði lækkað að fullu, þ.e. úr kr.
3.048.937.613 í kr. 0, til að mæta því tapi sem orðið hefur á rekstri félagsins
undanfarna mánuði. 

Þá var samþykkt að að hlutafé félagsins verði hækkað um kr. 4.000.000, að
nafnverði á genginu 1,0. Hluthafar félagsins féllu frá forkaupsrétti sínum að
hækkuninni, en Endir ehf., kt. 460309-0690, Suðurlandsbraut 18, Reykjavík, og
Botni ehf., kt. 460309-8500, s.st., skrifuðu sig fyrir allri
hlutafjárhækkuninni. 

Á fundinum var lögð fram breytingartillaga stjórnar þar sem lagt var til að
eftirfarandi málsliðir upprunalegrar tillögu um hlutafjárhækkun yrðu felldir á
brott: "Endir ehf. og Botn ehf. skulu skuldbinda sig til þess að selja núverandi
hluthöfum Teymis hf. af hlutafé sínu í félaginu, ef til kemur, á genginu 1.0,
hlutafé sem svarar samanlagt til sömu hludeildar í heildarhlutafjáreign þeirra
í Teymi hf. lækkun hlutafjár á hluthafafundi 20. apríl 2009. Núverandi
hluthafar í Teymi hf. skulu neyta kaupréttar samkvæmt þessu ákvæði, ef þeir
óska, fyrir 1. Júní 2009"

Stjórnin greindi frá því að í ljósi þess að drög að nauðasamningi fyrir félagið
gerðu ráð fyrir að framangreint hlutafé yrði fært niður að fullu, færi svo að
kröfuhafar félagsins samþykktu að umbreyta kröfum í hlutafé, væri ekki
sanngjarnt gagnvart hluthöfum að bjóða þeim að leggja frekara fé til félagsins.
Var tillagan samþykkt með framangreindum breytingum. 

3. Fallist var á að fella niður heimildir stjórnar til hækkunar hlutafjár skv.
gr. 2.01.2 og gr. 2.01.3. 

4. Fallist var á að grein 5.01. í samþykktum félagins væri breytt, þannig að
stjórn félagsins skuli skipuð þremur mönnum kjörnum á hluthafafundi til eins
árs í senn. 

Þá fór fram stjórnarkjör á fundinum. Í stjórn félagsins voru kjörnir:

Gunnar Þór Ásgeirsson
Kristinn Hallgrímsson
Lúðvík Örn Steinarsson