2011-05-04 20:18:00 CEST

2011-05-04 20:18:45 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Össur hf. - Ársreikningur

Össur - uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2011


                                     Fréttatilkynning frá Össuri hf. nr. 06/2011
                                                          Reykjavík, 4. maí 2011


GÓÐUR ÁRANGUR

Sala  - Söluvöxtur var mjög góður eða 11% mælt í staðbundinni mynt. Heildarsalan
nam  97 milljónum  Bandaríkjadala  á  fyrsta  ársfjórðungi  samanborið  við  86
milljónir  dala á fyrsta ársfjórðungi 2010. Sala á spelkum og stuðningsvörum var
mjög  góð í Bandaríkjunum en í meðallagi  í Evrópu og var heildarvöxturinn 20%,
mælt í staðbundinni mynt. Sala á stoðtækjum var 5%, mælt í staðbundinni mynt.

Arðsemi  - Össur  sýnir áfram  góða arðsemi  af rekstri. EBITDA nam 18 milljónum
Bandaríkjadala  eða 19% af sölu. Framlegð nam 61 milljón dala eða 63% af sölu og
hagnaður nam 8 milljónum dala eða 8% af sölu.

Jón Sigurðsson, forstjóri:"Árið byrjar vel með góðum árangri á fyrsta ársfjórðungi. Við erum ánægð með
niðurstöðurnar og frammistaðan er almennt mjög góð. Nýjar vörur sem kynntar voru
á síðasta ári skila mikilvægu framlagi til aukinnar sölu. Góður vöxtur er á
báðum vörumörkuðum, sérstaklega á spelku- og stuðningsvörumarkaðnum í
Bandaríkjunum þar sem við erum að auka við okkar markaðshlutdeild. Við munum
halda áfram að styrkja vörulínur okkar og væntum þess að kynna spennandi vörur á
þessu ári."

Helstu áfangar á árinu:
  * Mikill vöxtur í spelkum og stuðningsvörum -  Metvöxtur var í sölu á spelkum
    og stuðningsvörum í Bandaríkjunum á fyrsta ársfjórðungi og hefur Össur náð
    að auka markaðshlutdeild sína þar. Nýjar vörur sem kynntar voru á markaðnum
    á síðasta ári, eins og Miami Lumbar og Rebound Walker, eru á meðal söluhæstu
    vara félagsins og styðja við þennan góða vöxt.

  * Mexíkó - Uppbygging á verksmiðju fyrir spelkur og stuðningsvörur í Mexíkó
    heldur áfram. Á síðasta ári var framleiðsla á hálskrögum flutt frá Allentown
    og Paulsboro til Mexíkó og á þessu ári verður   framleiðsla á hnéspelkum
    flutt frá Foothill Ranch í Kaliforníu til Mexíkó.

  * Fjármögnun - Í mars gerði Össur samning um langtímafjármögnun við þrjá
    alþjóðlega banka, ING Bank, Nordea og SEB, að fjárhæð 231 milljón
    Bandaríkjadala. Lánasamningurinn markar tímamót í fjármögnun félagsins og
    hefur Össur nú tryggt sér alþjóðlegan aðgang að fjármagni, bæði eigin fé og
    lánsfé.


Áætlun  2011 -  Fyrir  árið  2011 gera  stjórnendur  ráð fyrir innri söluvexti á
bilinu   4-6%, mælt   í   staðbundinni   mynt,   og  að  EBITDA  leiðrétt  fyrir
einskiptistekjum  og -kostnaði verði á bilinu 20-21% fyrir árið í heild. Óbreytt
frá áður birtri áætlun fyrir árið 2011.

--------------------------------------------------------------------------------


Símafundur fimmtudaginn 5. maí kl. 10:00

Á  morgun, fimmtudaginn 5. maí 2011, verður  haldinn símafundur fyrir fjárfesta,
hluthafa  og  aðra  markaðsaðila  þar  sem  farið verður yfir niðurstöður fyrsta
ársfjórðungs.  Fundurinn hefst kl. 10:00 GMT /  12:00 CET / 6:00 EDT. Á fundinum
munu  þeir  Jón  Sigurðsson,  forstjóri,  og Hjörleifur Pálsson, fjármálastjóri,
kynna afkomu félagsins og svara spurningum. Fundurinn fer fram á ensku og verður
hægt að fylgast með honum á netinu á slóðinni www.ossur.com/investors

Símanúmer til að taka þátt í fundinum eru:
Evrópa: + 44 (0) 20 3043 2436 eða
+46(0)8 505 598 53
Bandaríkin: +1 866 458 40 87
Ísland: 800 8660


Nánari upplýsingar:

Jón Sigurðsson, forstjóri                sími: 515-1300

Hjörleifur Pálsson, fjármálastjóri       sími: 515-1300

Sigurborg Arnarsdóttir, fjárfestatengill sími: 664-1044



Vinsamlega athugið að þetta yfirlit nær aðeins yfir helstu þætti uppgjörsins.
Tilkynningu í fullri lengd á ensku er að finna áwww.ossur.com/investors

[HUG#1512615]