2024-04-26 13:30:00 CEST

2024-04-26 13:30:02 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Íslandsbanki hf. - Fjárhagsdagatal

Íslandsbanki birtir afkomu fyrsta ársfjórðungs 2024 þann 2. maí 2024. Rafrænn afkomufundur verður föstudaginn 3. maí 2024


Íslandsbanki mun birta afkomu fyrsta ársfjórðungs 2024 eftir lokun markaða þann 2. maí 2024. Rafrænn afkomufundur verður föstudaginn 3. maí 2024 klukkan 8.30.

Íslandsbanki mun halda rafrænan afkomufund föstudaginn 3. maí 2024 kl. 8.30 fyrir fjárfesta og markaðsaðila. Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri og Ellert Hlöðversson, fjármálastjóri munu kynna afkomu bankans og helstu atriði í rekstri hans á ársfjórðungnum. Fundurinn fer fram á ensku.

Fundurinn verður aðgengilegur í gegnum hlekk á vefsvæði fjárfestatengsla á vef bankans. Upptaka af fundinum verður aðgengileg á sama stað að honum loknum. Þátttaka, og möguleikinn á að bera fram skriflegar spurningar, fer fram á þessari síðu. Markaðsaðilar geta einnig hringt inn á fundinn og lagt fram spurningar munnlega með því að skrá sig á þessari síðu. Að skráningu lokinni færðu afhent símanúmer og auðkenni fyrir fundinn. Allar upplýsingar um fundinn má finna hér.