2012-02-24 13:14:00 CET

2012-02-27 13:16:17 CET


REGULATED INFORMATION

English
Sláturfélag Suðurlands svf. - Financial Statement Release

Ársreikningur 2011


Afkoma ársins 2011

 

•Tekjur ársins 8.451 mkr. en 7.602 mkr. árið 2010.
•1.179 mkr. hagnaður á árinu, en 186 mkr. hagnaður árið áður.
•Fjármagnsliðir jákvæðir um 731 mkr. en neikvæðir um 42 mkr. á fyrra ári.
•EBITDA afkoma var 924 mkr. en 467 mkr. árið 2010.
•Skuldir lækka um 888 mkr. á árinu.
 

Samstæðuársreikningurinn samanstendur af ársreikningi Sláturfélags Suðurlands
svf. og dótturfélagi þess, Reykjagarði hf. 

Samkomulag var gert við viðskiptabanka félagsins um uppgjör gengistryggðra lána
á árinu 2011 sem leiddi til jákvæðrar niðurstöðu fjármagnsliða og lækkun lána,
áhrif þessa á rekstrarniðurstöðu eru jákvæð um 820 mkr. Langtímaskuldir
félagsins voru jafnframt endurfjármagnaðar með nýrri lántöku að fjárhæð 1.600
mkr. til 25 ára sem lækkar umtalsvert árlegar afborganir lána. 

Hagnaður samstæðu Sláturfélags Suðurlands á árinu 2011 var 1.179 mkr. skv.
rekstarreikningi.  Árið áður var 186 mkr. hagnaður. Eigið fé er 2.711 mkr. og
eiginfjárhlutfall samstæðunnar er 46%. 

Rekstrartekjur samstæðu Sláturfélags Suðurlands voru 8.451 mkr. árið 2011, en
7.602 mkr. árið áður og hækka því um 11%.  Aðrar tekjur voru 58 mkr en 35 mkr.
árið áður. 

Vöru- og umbúðanotkun var 4.344 mkr. en 4.127 mkr. árið áður.  Launakostnaður
var 1.818 mkr. en 1.626 á fyrra ári. Annar rekstrarkostnaður var 1.423 mkr. en
1.416 mkr. árið áður. Afskriftir voru 292 mkr. en 270 mkr. á fyrra ári. 
Rekstrarhagnaður án fjármunatekna og fjármagnsgjalda var 633 mkr., en 197 mkr.
árið áður. 

Fjármunatekjur umfram fjármagnsgjöld voru 731 mkr., en fjármagnsgjöld umfram
fjármunatekjur voru 42 mkr. árið áður.  Niðurfelling gengistaps lána og vaxta
nam 1.027 mkr.  Gengistap nam 129 mkr. samanborið við 99 mkr. gengishagnað árið
áður. 

Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga var jákvæð um 40 mkr. en árið áður um 24
mkr.  Reiknaður gjaldfærður tekjuskattur er 224 mkr. en reiknaður tekjuskattur
til tekna að fjárhæð 7 mkr. árið áður.  Hagnaður af rekstri ársins var 1.179
mkr. en 186 mkr. árið áður. 

Fjárfest var á árinu fyrir 167 mkr. í varanlegum rekstrarfjármunum en 119 mkr.
árið áður. Seldar voru eignir fyrir 29 mkr. 

Veltufé frá rekstri var 906 mkr. árið 2011, samanborið við 462 mkr. árið 2010.  

Heildareignir Sláturfélagsins 31. desember 2011 voru 5.896 mkr. og
eiginfjárhlutfall 46% en 28% árið áður.   Veltufjárhlutfall var 3,0 árið 2011,
en 1,3 árið áður. 

Samkvæmt samþykkt aðalfundar félagsins í mars 2011 var í aprílmánuði greiddur
6,2% arður af B-deild stofnsjóðs alls 12 mkr. en ekki voru reiknaðir vextir á
A-deild stofnsjóðs. 

Stjórnin staðfesti endurskoðaðan ársreikning félagsins á stjórnarfundi í dag.

Sláturfélagið var skráð á First North markaðinn hjá NASDAQ OMX. Opnað var fyrir
viðskipti 14. júlí s.l. Áður hafði félagið verið skráð á Opna tilboðsmarkaðnum.
Sláturfélagið birtir upplýsingar um afkomu á sex mánaða fresti. 

 

Aðalfundur

Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands verður haldinn föstudaginn 23. mars n.k. 
Stjórn félagsins mun þar leggja til að greiddur verði 15,224% arður af B-deild
stofnsjóðs, þar af verðbótarþáttur 5,224% og reiknaðir 15,224% vextir á
höfuðstól inneigna í A-deild stofnsjóðs. 

Staða og horfur

Endurfjármögnun langtímaskulda félagsins sem nú er lokið hefur jákvæð áhrif á
fjármagnsliði samstæðunnar auk þess sem árleg greiðslubyrði lána lækkar
umtalsvert. Sláturfélagið hefur nú náð góðum fjárhagsstyrk á ný með 46%
eiginfjárhlutfall og góða lausafjárstöðu. 

Á undanförnum árum hefur verið beitt miklu aðhaldi í rekstri og fjárfestingum
sem hefur skilað sér í bættri afkomu og góðri fjárhagsstöðu félagsins. Til að
styrkja enn frekar stöðu félagins er nauðsynlegt að beita áfram aðhaldi í
rekstri auk þess að nýta vel tækifæri til vaxtar með vöruþróun og aukinni sókn
á markaði fyrir vörur félagsins. 

Hátt verð á útflutningsmörkuðum fyrir lambakjöt og gærur ásamt gengi krónunnar
hafði jákvæð áhrif á afurðahluta félagsins á árinu 2011. Horfur eru ekki eins
góðar í ár vegna efnahagsþrenginga í Evrópu. Sala á innlendu kjöti dróst saman
um tæp 3% frá fyrra ári. Staða heimila er enn mjög erfið og gert er ráð fyrir
að það hafi neikvæð áhrif á kjötsölu á árinu. 

Rekstrarskilyrði kjötiðnaðar bötnuðu á árinu þar sem dregið hefur úr
kostnaðarhækkunum á erlendum rekstrarvörum. Horfur hafa þó versnað vegna
veikingar krónunnar á árinu 2012.  Sterk staða lykil vörumerkja ásamt vöruþróun
skapa þó áframhaldandi skilyrði til vaxtar og bættrar afkomu. 

Matvöruhluta innflutningsdeildar hefur tekist vel að viðhalda sterkri stöðu í
helstu vöruflokkum innfluttrar matvöru.  Tekist hefur að koma á nýjum
viðskiptasamböndum sem gefa möguleika til vaxtar á næstu árum. Sala á tilbúnum
áburði til bænda er vaxandi hluti í starfsemi félagsins ásamt innflutningi á
kjarnfóðri. Aukin áhersla á helstu búrekstrarvörur bænda skapa skilyrði til
sóknar á þeim markaði. 

 

Frekari upplýsingar veitir:

Steinþór Skúlason, forstjóri í síma 575 6000 - steinthor@ss.is

Hjalti H. Hjaltason, fjármálastjóri í síma 575 6000 - hjalti@ss.is