2009-05-15 17:28:46 CEST

2009-05-15 17:29:56 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Nýsir hf. - Fyrirtækjafréttir

- Tilkynning um vinnu á endurskipulagningu Nýsis


1) Undanfarna mánuði hefur verið unnið að endurskipulagningu á rekstri Nýsis
   hf.  Eignir félagsins eru að mestu í dótturfélögum sem eiga fasteignir og
   síðan langtímasamningum um leigu og stoðþjónustu við sveitarfélög.  Skuldir
   félagsins eru verulegar umfram eignir og ljóst að kröfuhafar sem eru með  
   óveðtryggðar kröfur munu fá lítið ef nokkuð fari félagið þrot.  Kröfuhafar
   hafa verið að skoða félagið og hvort þeir geti á einhvern hátt bjargað
   verðmætum í félaginu sem gæti komið upp í kröfur þeirra.  Segja má að
   vinnuferlinu  hafi verið skipt í þrjú þrep.  Fyrsta þrepið var að meta hvort
   kröfuhafar gætu bjargað verðmætum með því að yfirtaka fyrirtækið. Vinnu við
   þetta fyrsta þrep er lokið. 

   Niðurstaðan er að kröfuhafar telja að þeim sé betur borgið með því að verja
   þau verðmæti sem í félaginu eru.  Um miðjan febrúar s.l. keyptu kröfuhafar
   allt hlutafé í Nýsi hf. og hafa fyrri eigendur félagsins skilið við það. 
   Undirritaður var þá ráðinn framkvæmdastjóri þess, eða frá 16. febrúar s.l.,
   eins og tilkynnt hefur verið til Kauphallarinnar.  Samkvæmt þessu er
   niðurstaða kröfuhafa að verja beri félagið og þar með þau verðmæti sem í því
   felast og með því munu þeir fá eitthvað upp í sínar kröfur.  Rétt er að fram
   komi að hér er um að ræða alla stærstu kröfuhafa sem eiga skráð skuldabréf 
   á Nýsi hf. hjá Kauphöll Íslands - NASDAQ OMX. 

   Nú stendur yfir þrep tvö í vinnuferlinu sem er að straumlínulaga reksturinn
   og eignir félagsins.  Þetta getur þýtt að eitthvað af félögum verði sett í
   þrot og/eða félög leyst upp.  Nú þegar hafa Nýsir fasteignir ehf., sem á
   nokkur dótturfélög sem eiga fasteignir, og Engidalur, sem á húsnæðið að
   Reykjavíkurvegi 74, verði tekin til gjaldþrotaskipta.  Einnig hafa
   dótturfélög  Nýsis fasteigna, Borgarhöllin ehf. og Rekstrarfélag
   Egilshallarinnar ehf., verið tekin til gjaldþrotaskipta.
   Að lokinni vinnu við þetta mun taka við framtíðarrekstur félagsins eða nýs
   félags sem mun taka yfir hluta af eignum þess.  Allt er þetta háð samþykki
   kröfuhafa Nýsis og þeirra aðila sem Nýsir er með samninga við.  Við þessa
   vinnu eru  margir óvissuþættir þannig að ekki hefur verið ljóst hvort
   framangreind áform gangi eftir.  Eins og staðan er nú eru taldar meiri líkur
   en ekki á því að það takist að verja einhver verðmæti upp í þær kröfur sem
   hvíla á félaginu.
   Með vísan til framanritaðs og til þess hversu mikið hefur dregið úr starfsemi
   félagins hafa stjórnendur þess ekki talið fært að ráðast í endurskoðun á
   reikningum félagsins og dótturfélaga.  Þegar fyrir liggur hvort takast muni
   að bjarga félaginu verður tekin ákvörðun um ársuppgjör vegna ársins 2008. 
   Gert er ráð fyrir að þetta muni liggja fyrir á næstu vikum. 
2) Með vísan til framanritaðs hefur beiðni verið lögð fyrir kröfuhafa sem eiga
   skuldabréf á hendur Nýsi og skráð eru hjá Kauphöll Íslands - NASDAQ OMX um að
   skuldabréfin verði tekin úr viðskiptum hjá Kauphöll Íslands - NASDAQ OMX. 

3) Fjármálaeftirlitið hefur tilkynnt félaginu að stjórn Fjármálaeftirlitsins
   hafi tekið ákvörðun um að beita félaginu stjórnavaldssekt, að upphæð kr. 10
   millj., þar sem háttsemi Nýsis hafi farið í bága við 1. mgr. 45. gr., 2. mgr.
   68. gr. og 1. mgr. 122. gr. vvl. á sex mánaða tímabili frá byrjun árs 2008. 
   Rétt er að fram komi að stjórnendur félagsins á framangreindum tíma hafa
   látið af störfum.  Ný stjórn var skipuð hjá félaginu þann 14. apríl s.l. og
   núverandi framkvæmdastjóri þess tók til starfa 16. febrúar 2009.