2013-11-27 22:12:44 CET

2013-11-27 22:13:45 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Reginn hf. - Fyrirtækjafréttir

Reginn hf. undirritar leigusamning við Keahótel ehf. að Austurstræti 16


Dótturfélag  Regins hf. og  Keahótel ehf.  hafa undirritað leigusamning um
fasteignina  Austurstræti 16, Reykjavík. Fasteignin sem  Reginn samstæðan 
festi nú nýverið kaup á  er alls 2.773 m2 að stærð.  Fyrirhugað er að í húsinu
verði innréttað og rekið glæsilegt hótel ásamt veitingastað sem hæfa mun 
yfirbragði og sögu hússins . Reginn hf. mun sjá um og stýra framkvæmdum á
húsinu.  Gert er ráð fyrir að rekstur geti hafist í lok næsta sumar. 

Keahótel ehf. eru nú þegar einn af stærri leigutökum Regins en þeir leigja
einnig Hótel Kea á Akureyri. Lagt var í umfangsmiklar endurbætur á Hótel Kea í
sumar og er hótelið í dag eitt af þeim glæsilegri á landinu.  Keahótel ehf. 
reka einnig Hótel Norðurland á Akureyri, Hótel Gíg á Mývatni og í Reykjavík;
Hótel Borg, Hótel Björk og Reykjavík Lights. 

„Við erum mjög ánægð  með að hafa náð samningum við Keahótel því um er að ræða
rekstraaðila með mikla reynslu og sérþekkingu á þessu sviði .  Sömuleiðis eru
aðilar  sammála um að varðaveita og hafa að leiðarljósi við hönnun og breytingu
innanhúss þann fágaða og glæsilega stíl sem húsið býður upp á  segir Helgi S.
Gunnarsson forstjóri Regins hf.“ 

„Um er að ræða mikilvægt skref fyrir  rekstur Keahótela að hafa náð
leigusamningi um Austurstræti 16.  Keahótel er nú þegar með hótel rekstur í
samliggjandi eignum þ.e. Hótel Borg og með því er komin rekstrarleg  samfella
milli allra húsanna í lengjunni frá Hótel Borg  til og með Austurstræti 16. 
Þetta gefur okkur mikla möguleika í framtíðinni að tengja rekstur þessar hótela
saman og samnýta ýmsa rekstraþætti.  Við horfum því bjartsýn til framtíðarinnar
og hlökkum til að starfa með Reginn í þessu verkefni sem er framundan segir
Páll L. Sigurjónsson framkvæmdastjóri Keahótel.“ 

Sjá frekari upplýsingar um Keahótel á heimasíðu félagsins;  
http://www.keahotels.is 

Áætluð aukning á EBITDA Regins samstæðunnar vegna útleigu á Austurstræti 16  er
rúmlega 4% miðað við útgefna rekstraáætlun 2014. 

Nánari upplýsingar veitir:

Helgi S. Gunnarsson

Forstjóri Regins hf.

S: 5128900 / 8996262