2014-04-28 20:13:39 CEST

2014-04-28 20:14:39 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Marel hf. - Fyrirtækjafréttir

Sigurður Ólason nýr framkvæmdastjóri fiskiðnaðarseturs Marel


Marel hefur ráðið Sigurð Ólason sem nýjan framkvæmdastjóra fiskiðnaðarseturs
frá og með 1. maí 2014. Hann mun taka sæti í framkvæmdastjórn félagsins og
heyra beint undir Árna Odd Þórðarson, forstjóra Marel. Sigurður tekur við
starfinu af Jóni Birgi Gunnarssyni sem nú kveður Marel. 

Marel þakkar Jóni Birgi fyrir góð störf og fyrir hans framlag í þágu félagsins
og óskar honum alls hins besta í framtíðinni. 

Sigurður Ólason er 41 árs og hefur víðtæka alþjóðlega  reynslu úr sjávarútvegi.
Sigurður er vel kunnugur Marel þar sem hann starfaði hjá félaginu á árunum
2001-2006 í vöruþróun. Undanfarin sex ár hefur hann starfað sem
framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja og tengdum félögum. Sigurður er
með MBA gráðu frá Brisbane Graduate School of Business og B.Sc gráðu í bæði
tölvunarfræði og véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. 

Marel óskar Sigurði velfarnaðar í nýju starfi og býður hann hjartanlega
velkominn aftur til Marel.