2017-07-12 18:22:47 CEST

2017-07-12 18:22:47 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Fagfjárfestasjóðurinn ORK - Innherjaupplýsingar

FORK 17 0901 – Samningaviðræður við útgefanda skuldabréfs í eigu sjóðsins


Fagfjárfestasjóðurinn ORK er útgefandi skuldabréfaflokksins FORK 17 0901 sem er skráður hjá Nasdaq OMX Íslandi. Stærsta eign sjóðsins er skuldabréf, útgefið af Magma Energy Sweden AB, sem er á lokagjalddaga 16. júlí 2017. Útgefandi og sjóðurinn eiga í samningaviðræðum um uppgjör skuldabréfsins, þar sem gert er ráð fyrir að Fagfjárfestasjóðurinn ORK yfirtaki hlutabréf í HS Orku hf. sem handveðsett er til tryggingar efndum skuldabréfsins, til samræmis við ákvæði skuldabréfsins.

Nánari upplýsingar veitir Rekstrarfélag Virðingar hf. sem er rekstraraðili útgefanda í síma 5856500