2015-10-22 18:23:20 CEST

2015-10-22 18:24:20 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Landsvirkjun - Fyrirtækjafréttir

Landsvirkjun gefur út skuldabréf til 7 ára


Landsvirkjun hefur undirritað samning um útgáfu skuldabréfs til 7 ára að
fjárhæð 50 milljónir Bandaríkjadala í samstarfi við Arion banka. Bréfið mun
bera 4,27% fasta vexti sem greiðast tvisvar á ári en höfuðstóll greiðist í einu
lagi á lokagjalddaga. Landsvirkjun hefur heimild til uppgreiðslu að hluta eða
að fullu á lánstímanum. 

Skuldabréfaútgáfan er gerð undir EMTN (e. Euro Medium Term Note) ramma
félagsins án ríkisábyrgðar og verður skráð í kauphöllinni í Luxemborg.
Umsjónaraðili útgáfunnar er Arion banki. 

Andvirði útgáfunnar verður nýtt til almennrar fjármögnunar Landsvirkjunar.


Nánari upplýsingar veitir Rafnar Lárusson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs í
síma 515 9000, netfang: rafnar@lv.is