2015-02-19 17:12:06 CET

2015-02-19 17:13:07 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Sláturfélag Suðurlands svf. - Annual report (is)

Sláturfélag Suðurlands - Afkoma ársins 2014


Afkoma ársins 2014

  -- Tekjur ársins 10.628 m.kr. en 10.207 m.kr. árið 2013
  -- 433 m.kr. hagnaður á árinu á móti 466 m.kr. árið áður
  -- EBITDA afkoma var 950 m.kr. en 1.021 m.kr. árið 2013
  -- Eiginfjárhlutfall 53% í árslok 2014 en 51% árið áður



Samstæðuársreikningurinn samanstendur af ársreikningi Sláturfélags Suðurlands
svf. og dótturfélagi þess, Reykjagarði hf. 

Hagnaður samstæðu Sláturfélags Suðurlands á árinu 2014 var 433 m.kr. skv.
rekstarreikningi.  Árið áður var 466 m.kr. hagnaður.  Eigið fé er 3.984 m.kr.
og eiginfjárhlutfall samstæðunnar er 53%. 

Rekstrartekjur samstæðu Sláturfélags Suðurlands voru 10.628 m.kr. árið 2014, en
10.207 m.kr. árið áður og hækka því um rúm 4%.  Aðrar tekjur voru 24 m.kr. en
12 m.kr. árið áður. 

Vöru- og umbúðanotkun var 5.735 m.kr. en 5.348 m.kr. árið áður.  Launakostnaður
var 2.296 m.kr. og hækkaði um tæp 6%, annar rekstrarkostnaður var 1.672 m.kr.
og lækkaði lítillega.  Afskriftir hækkuðu um tæp 6%.  Rekstrarhagnaður án
fjármunatekna og fjármagnsgjalda var 638 m.kr., en 726 m.kr. árið áður. 
Hagnaður fyrir fjármagnsgjöld og afskriftir (EBITDA) var 950 m.kr.  en var
1.021 m.kr. árið áður. 

Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru 117 m.kr., en voru 176 m.kr. árið
áður.  Gengistap nam 13 m.kr. samanborið við 6 m.kr. árið áður. 

Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga var jákvæð um 14 m.kr. en árið áður um 23
m.kr.  Reiknaður gjaldfærður tekjuskattur er 101 m.kr. en 106 m.kr. árið áður. 
Hagnaður af rekstri ársins var 433 m.kr. en 466 m.kr. árið áður. 

Veltufé frá rekstri án vaxta og skatta var 948 m.kr. árið 2014 samanborið við
1.006 m.kr. árið 2013.  Heildareignir Sláturfélagsins 31. desember 2014 voru
7.455 m.kr. og eiginfjárhlutfall 53%, en 51% árið áður.   Veltufjárhlutfall var
2,5 árið 2014, en 2,7 árið áður. 

Fjárfest var á árinu fyrir 491 m.kr. í varanlegum rekstrarfjármunum en 681
m.kr. árið áður.  Á árinu var m.a. byggt 1.500 fermetra vöruhús í Þorlákshöfn
undir áburð og lokið var við viðbyggingu á starfstöð félagsins á Selfossi auk
fjárfestinga í vélbúnaði.  Seldar voru eignir fyrir 5 m.kr. 

Samkvæmt samþykkt aðalfundar félagsins í mars 2014 var í aprílmánuði greiddur
13,7% arður af B-deild stofnsjóðs alls 25 m.kr. og reiknaðir 6% vextir á
A-deild stofnsjóðs alls 18 m.kr. 

Stjórnin staðfesti endurskoðaðan ársreikning félagsins á stjórnarfundi í dag.

Sláturfélagið er skráð á First North hjá NASDAQ OMX.  Viðurkenndir ráðgjafar
félagsins (e. Certified Advisors) eru Ágúst H. Ólafsson og Árni Jón Árnason hjá
Deloitte - first-north@deloitte.is.  Sláturfélagið birtir upplýsingar um afkomu
á sex mánaða fresti.  Ráðgert er að birta afkomu fyrri árshelmings ársins 2015
þann 25. ágúst 2015. 



Aðalfundur

Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands verður haldinn föstudaginn 20. mars n.k. 
Stjórn félagsins mun þar leggja til að greiddur verði 11% arður af B-deild
stofnsjóðs, þar af verðbótarþáttur 1%, alls 19,8 m.kr. eða 0,11 kr. á hvern
útgefin hlut og reiknaðir 5% vextir á höfuðstól inneigna í A-deild stofnsjóðs,
alls 15,8 m.kr. 



Staða og horfur

Afkoma Sláturfélagsins hefur verið stöðug og góð undanfarin ár. Fjárhagsstaða
félagsins er einnig mjög sterk með 53% eiginfjárhlutfall og veltufjárhlutfall
2,5. Árleg greiðslubyrði lána er lág miðað við greiðslugetu félagsins og
skuldahlutfall lágt. 

Áhrif af vaxandi innflutningi á kjöti hafði neikvæð áhrif á rekstur afurðahluta
félagsins á árinu 2014. Gert er ráð fyrir að svo verði áfram á árinu 2015. 

Staða lykilvörumerkja SS í kjötiðnaði er sterk og ímynd félagsins á markaði
góð. Samt sem áður er reiknað með að erfiðar markaðsaðstæður á kjötmarkaði hafi
neikvæð áhrif á afkomu kjötiðnaðar á árinu. 

Matvöruhluti innflutningsdeildar og búvöruhluti innflutningsdeildar er vaxandi
í starfsemi félagins. Sala á áburði, kjarnfóðri og öðrum rekstrarvörum bænda
gengur vel og góð tækifæri til áframhaldandi vaxtar. 



Fjárhagsdagatal

Aðalfundur 2015                        20. mars 2015

Janúar - júní 2015 uppgjör         25. ágúst 2015

Júlí - desember 2015 uppgjör     18. febrúar 2016

Aðalfundur 2016                        18. mars 2016







Frekari upplýsingar veitir:

Steinþór Skúlason, forstjóri í síma 575 6000 - steinthor@ss.is

Hjalti H. Hjaltason, fjármálastjóri í síma 575 6000 - hjalti@ss.is