2013-09-20 18:49:59 CEST

2013-09-20 18:51:00 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Reginn hf. - Fyrirtækjafréttir

Niðurstaða kauptilboðs Regins hf. í Eik fasteignafélag hf.


Þann 5. september sl. gerði Reginn hf., kt. 630109-1080, Hagasmára 1, 201
Kópavogi,  hluthöfum í Eik fasteignafélagi hf., kt. 590902-3730, Sóltúni 26,
Reykjavík, tilboð í allt að 100% hlutafjár í félaginu. Ein af forsendum
tilboðsins var að samþykki fengist við tilboðinu frá eigendum 68% hlutafjárins
að lágmarki. Frestur til að svara tilboðinu rann út kl. 16.00 í dag föstudaginn
20. september sl. án þess að framangreindu lágmarki væri náð og er tilboðið því
fallið úr gildi. Reginn hf. hefur eftir sem áður áhuga á viðræðum við hluthafa
Eikar fasteignafélags um kaup á félaginu eða samruna við Reginn hf. 



Nánari upplýsingar veitir:

Helgi S. Gunnarsson

Forstjóri Regins hf.

Sími: 512 8900 / 899 6262