2008-08-29 17:11:33 CEST

2008-08-29 17:12:33 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic English
Landic Property hf. - Ársreikningur

- Afkoma Landic Property á fyrri helmingi ársins 2008


Lykiltölur frá fyrri helmingi ársins

• Hagnaður af kjarnastarfsemi félagsins nam 5.362 milljónum kr. á fyrstu sex
  mánuðum ársins.

• Hagnaður tímabilsins nam 435 milljónum kr.
• Rekstrartekjur tímabilsins voru 16.755 milljónir kr.

• Heildareignir félagsins í lok júní námu 592.008 milljónum kr. 

• Eigið fé félagsins ásamt tekjuskattskuldbindingum  og víkjandi lánum var
  samtals 117.324 milljónir kr., sem er 20% af heildareignum í lok júní
  2008. 

Helstu atburðir á fyrri helmingi ársins:

• Landic Property hf. festi kaup á hlut í fimm alþjóðlegum fasteignasjóðum.
  Kaupverðið nam 20,6 milljörðum króna og var fjármagnað með víkjandi láni með
  breytirétti sem kemur til greiðslu eftir fimm ár. 

• Landic Property opnaði skrifstofu í Helsinki í febrúar s.l. Opnun
  skrifstofunnar greiðir fyrir möguleikum á vexti í starfsemi félagsins í
  Finnlandi og Eystrarsaltslöndunum. 

• Keops Development var selt í maí en kaupin gengu til baka í ágúst 

• Keops Investment markaðsett sem Landic Investment.

• Ný deild, Landic Funds, stofnuð sem sérhæfir sig í rekstri fasteignasjóða
  fyrir 3ja aðila. Tveir sjóðir eru í bígerð, Landic Nordic Property Fund 1 og
  Landic Hotel Fund 1. 

Helstu atburðir eftir lok uppgjörstímabils

• Landic Property seldi Keops Development til danska fjárfestingarfélagins
  Stones Invest í maí s.l. Þann 14. ágúst s.l.reyndi Stones Invest að komast
  undan samningnum og rifta honum án neins fyrirvara. Landic Property hafði
  uppfyllt öll skilyrði samningsins við Stones Invest um sölu á Keops
  Development og því voru engar forsendur fyrir ásökunum um vanefndir. Stones
  Invest hefur ekki staðið við þau ákvæði kaupsamningsins um að losa Landic
  Property undan ábyrgðum sínum og að framfylgja ítarlegri áætlun um
  sjóðstreymi til að tryggja greiðslur til banka og þróunaraðila vegna verkefna
  á vegum Keops Development. Landic Property ákvað því, 19. ágúst s.l., að
  yfirtaka Keops Development á ný til þess að vernda fjárhagslega hagsmuni
  sína,verðmæti Keops Development og hagsmuni viðskiptafélaga og viðskiptabanka
  félagsins. 

Skarphéðinn Berg Steinarsson, CEO:
“ Rekstur á kjarnastarfsemi Landic Property gengur vel eins og glögglega kemur
fram í afkomu félagsins.  Við höfum auðvitað orðið vör við umhverfið í
fjármálaheiminum eins og öll félög með alþjóðlega starfsemi.  En okkur hefur
tekist að standa vörð um verðmæti félagsins og náð árangri í þessu umróti.
Efnahagsreikningurinn endurspeglar vel stærð og umsvif Landic Property, bæði á
íslenskum og alþjóðlegum mælikvarð. Í reikningnum kemur fram að mál Keops
Development hefur verið erfið og það var slæmt að salan á félaginu gengi ekki
eftir.  En við erum að fara í saumana á rekstri Keops Development með það að
markmiði að hámarka þá stöðu sem býr í félaginu.” 

Nánari upplýsingar veita: 
Fyrir fjárfesta: 
Guðrún Ögmundsdóttir, fjárfestatengill, í síma 860-7772
Fyrir blaðamenn: 
Páll Benediktsson, forstöðumaður samskiptasviðs í síma 895-6066

Um Landic Property:
Landic Property sérhæfir sig í leigu á verslunar- og skrifstofuhúsnæði til
fyrirtækja og opinberra stofnana.  Landic Property er eitt af stærstu
fasteignafélögunum á Norðurlöndum.  Félagið er leiðandi á markaði á Íslandi,
hefur umtalsverða markaðshlutdeild í Svíþjóð og Danmörku, og er búið að ná
öruggri fótfestu í Finnlandi.  Langstærstur hluti fasteigna félagins er
staðsettur á kjörsvæðum í miðborgum sem eru eftirsótt til kaupsýslu og
skrifstofuhalds. 

Landic Property var stofnað árið 1999 af Baugi og Kaupþingi. 
Síðastliðið haust yfirtók félagið danska fasteignafélagið Keops A/S, sem var
skráð í OMX Kauphöllinni í Danmörku frá 1998 - 2007.  Áður höfðu Stoðir eignast
fasteignafélagið Atlas Ejendomme A/S, sem hafði yfir að ráða mjög verðmætum
eignum í miðborg Kaupmannahafnar.
Um 200 starfsmenn vinna hjá Landic Property og félagið á um 500 fasteignir í
Svíþjóð, Danmörku, Íslandi og Finnlandi.  Leigusafn félagsins nemur um 2,6
milljónum fermetra að flatarmáli.  Leigjendur eru um 3.200 og verðmæti eigna
nemur um 592 milljörðum króna.