2016-04-28 13:36:46 CEST

2016-04-28 13:36:46 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Reykjavíkurborg - Fyrirtækjafréttir

Reykjavíkurborg stækkar óverðtryggðan skuldabréfaflokk


Borgarráð hefur samþykkt tilboð Arctica Finance hf., fyrir hönd fjárfesta, í
óverðtryggða skuldabréfaflokkinn RVKN 35 1 að nafnverði 1.200 milljónir króna á
ávöxtunarkröfunni 6,42%. 

Flokkurinn er opinn að stærð og fyrirhugað er að hann verði stækkaður á komandi
árum og að viðskiptavakt verði tekin upp með flokkinn. 

Heildarstærð flokksins er nú 2.900 milljónir króna að nafnvirði.

Með þessari skuldabréfaútgáfu hefur Reykjavíkurborg gefið út skuldabréf fyrir
samtals 1.969 milljónir króna að markaðsverði á árinu 2016. Lántökuheimild
ársins 2016 er 2.246 milljónir króna. 



Nánari upplýsingar gefur:
Birgir Björn Sigurjónsson
Fjármálastjóri Reykjavíkurborgar
Sími: 411-1111