2016-02-26 15:47:13 CET

2016-02-26 15:47:13 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Nýherji hf. - Hluthafafundir

Tillögur lagðar fyrir aðalfund Nýherja hf. 4. mars 2016


  1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess síðastliðið rekstrarár



  1. Staðfesting ársreiknings og tekin ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað
     félagsins á reikningsárinu

Stjórn Nýherja hf. leggur til við aðalfund félagsins að ársreikningur fyrir
árið 2015 verði staðfestur. 

Stjórn Nýherja leggur til að ekki verði greiddur út arður til hluthafa á árinu
2016.  Vísað er til ársreikningsins um ráðstöfun hagnaðar og aðrar breytingar á
eiginfjárreikningum. 



  1. Tekin ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna

Stjórn Nýherja hf. leggur til við aðalfund félagsins að laun stjórnarformanns
verði 450.000 kr. á mánuði og laun annarra stjórnarmanna og varamanns verði
150.000 kr. á mánuði. 

Þá leggur stjórn Nýherja hf. til við aðalfund félagsins að þóknun fyrir setu í
undirnefndum og stjórnum dótturfélaga verði 50.000 kr. fyrir hvern fund.
Undirnefndir stjórnar eru endurskoðunarnefnd, starfskjaranefnd og tækninefnd. 

     4. Tillögur félagsstjórnar um starfskjarastefnu

Tillaga stjórnar að starfskjarastefnu liggur frammi á skrifstofu félagsins og
er aðgengileg á heimasíðu félagsins. 


  1. Tillögur stjórnar að breytingum á samþykktum félagsins og aðrar
     breytingartillögur



Tillaga um samþykkt heimildar stjórnar til þess að gefa út nýtt hlutafé vegna
kaupréttaráætlunar 

Ný grein 15.2

Stjórn Nýherja hf. leggur til við aðalfund félagsins að stjórninni verði veitt
heimild til að gefa út nýtt hlutafé, allt að kr. 60.000.000 að nafnverði til að
uppfylla skyldur sem félagið kann að takast á hendur með gerð
kaupréttarsamninga við starfsmenn félagsins og dótturfélaga.
Kaupréttarsamningar munu byggja á kaupréttaráætlun sem gerð hefur verið á
grundvelli 10. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, sbr. fyrirliggjandi drög að
kaupréttaráætlun, sem eru aðgengileg á heimasíðu og skrifstofu félagsins og
teljast hluti tillögu þessarar. 

Nýtt hlutafé sem kann að verða gefið út á grundvelli þessarar heimildar skal
vera í sama flokki og núverandi hlutafé og bera sömu réttindi. Almennar reglur
samþykkta félagsins munu gilda um viðskipti með hlutaféð en verði hlutaféð
framselt innan tveggja ára frá útgáfu verður skattlagningu háttað með öðrum
hætti, sbr. ákvæði 10. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003. 

Heimildina þarf ekki að nýta í einu lagi og skulu hluthafar ekki hafa
forkaupsrétt til nýrra hluta, einungis skal heimilt að gefa hlutafé út til að
efna skuldbindingar sem felast í nefndum kaupréttarsamningum. 

Heimild þessi gildir í fimm ár frá samþykkt og skal hennar getið í samþykktum
félagsins, með eftirfarandi texta sem mun koma inn í nýja grein 15.2: 

„Stjórn félagsins hefur heimild til að gefa út nýtt hlutafé að nafnverði allt
að kr. 60.000.000 til að uppfylla kaupréttarsamninga sem kunna að verða gerðir
við starfsmenn félagsins og dótturfélaga á grundvelli kaupréttaráætlunar, sem
gerð er í samræmi við 9. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Heimildina þarf
ekki að nýta í einu lagi og skulu hluthafar ekki hafa forgangsrétt til nýrra
hluta sem gefnir eru út samkvæmt þessari heimild, en einungis skal heimilt að
gefa nýtt hlutafé út til að efna gerða kaupréttarsamninga. Heimildin gildir í
fimm ár frá samþykkt.“ 



Leiðrétting á tilvísun í samþykktir



Auk framangreindrar breytingartillögu á samþykktum um heimild stjórnar til
hækkunar á hlutafé, leggur stjórn til við aðalfund að tölulið 8 í grein 4.13
samþykktanna verði breytt þannig að vísað sé til greinar 4.16 í stað greinar
4.20. 

Er: „Tillögur frá hluthöfum sem ber að taka á dagskrá samkvæmt grein 4.20 sbr.
4. mgr. 88. gr. hlutafélagalaga.“ 

Verður: „Tillögur frá hluthöfum sem ber að taka á dagskrá samkvæmt grein 4.16
sbr. 4. mgr. 88. gr. hlutafélagalaga.“ 

Einungis er um leiðréttingu að ræða þar sem tilvísunin á réttilega að vera til
greinar 4.16 í samþykktum félagsins, en ekki greinar 4.20. 



  1. Kosning stjórnar félagsins, sbr. grein 5.1 í samþykktum félagsins



  1. Kosning endurskoðanda, sbr. grein 10.1 í samþykktum félagsins

Stjórn Nýherja hf. leggur til við aðalfund félagsins að KPMG ehf. verði
endurskoðunarfyrirtæki félagsins og að Ólafur Már Ólafsson muni annast
endurskoðunina f.h. KPMG hf. 



  1. Tillögur frá hluthöfum sem ber að taka á dagskrá samkvæmt grein 4.16 sbr.
     4. mgr. 88. gr. hlutafélagalaga



  1. Tillaga um heimild félagsins til kaupa á eigin hlutum sbr. 55. gr.
     hlutafélagalaga

Stjórn Nýherja hf. leggur til við aðalfund félagsins að eftirfarandi tillaga um
kaup á eigin hlutum verði samþykkt: 



„Aðalfundur Nýherja hf. þann 4. mars 2016 heimilar stjórn félagsins að kaupa í
eitt skipti eða oftar á næstu 18 mánuðum hlutabréf í félaginu þannig að það
ásamt dótturfélögum þess eigi, að öðrum lagaskilyrðum uppfylltum, allt að 10%
af hlutafé þess þ.e. 45.000.000 að nafnverði. Endurgjald fyrir keypta hluti
skal ekki vera á hærra verði en nemur verði síðustu óháðu viðskipta eða hæsta
fyrirliggjandi óháða kauptilboði í þeim viðskiptakerfum þar sem viðskipti með
hlutina fara fram, hvort sem er hærra. Slík kaup eru þó heimil ef þau eru gerð
af viðskiptavaka skv. 116. gr. laga um verðbréfaviðskipti eða á grundvelli 1.
tölul. 3. mgr. 115. gr. og 2. mgr. 119. gr. laga um verðbréfaviðskipti og
reglugerða sem settar eru á grundvelli 118. og 131. gr. sömu laga. Heimild
þessi byggir á ákvæðum 55. gr. laga nr. 2/1995.” 



  1. Önnur mál