2011-02-18 13:38:12 CET

2011-02-18 13:39:12 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
HS Orka hf - Fyrirtækjafréttir

HS Orka undirritar orkusölusamning við Íslenska Kísilfélagið hf.



HS Orka hf. undirritaði í gær samning við Íslenska kísilfélagið um sölu á 30 MW
raforku til kísilvers í Helguvík á tímabilinu maí 2013 til ársloka 2015. Þessi
raforka er til reiðu þar sem nú í október verða laus 35 MW úr samningi um
afhendingu til álvers Norðuráls í Grundartanga en Orkuveita Reykjavíkur tekur
samkvæmt samningi við þeirri sölu. Heildar orkuþörf kísilversins er um 66 MW og
mun Landsvirkjun að öðru leyti annast orkusöluna til þessa áfanga kísilversins.
Ástæða þessa skamma samningstíma HS Orku er sú að þá getur HS Orka haft orkuna
til reiðu fyrir aðra notkun í Helguvík eða þá stækkun kísilversins ef svo ber
undir. 

Verðmæti samningsins fyrir HS Orku eru röskir 20 M. USD eða um 2,5 milljarðar
króna en orkuverðið er umtalsvert hærra en samkvæmt eldri samningi. Verðið er
ekki tengt álverði eða verði annarra hrámálma heldur er um fasta umsamda hækkun
að ræða árlega. 

Júlíus Jónsson, forstjóri HS Orku hf., nefnir mikilvægi þessa fyrsta skrefs
uppbyggingar í Helguvík: 

„Það er HS Orku hf. mikið ánægjuefni að geta komið að þessu verkefni og tryggt
framgang þess. Bygging kísilversins er geysilega mikilvæg fyrir svæðið og
landið í heild og er vonandi einungis fyrsta skrefið af mörgum til
nauðsynlegrar uppbyggingar. HS Orka hefur hug á þátttöku í þeirri uppbyggingu
með frekari orkuöflun og væntir þess að fá til þess þau leyfi sem til þarf“.