2015-02-16 10:10:55 CET

2015-02-16 10:11:55 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Nýherji hf. - Niðurstöður hluthafafunda

Niðurstöður aðalfundur Nýherja sem haldinn var 13. febrúar 2015


Aðalfundur haldinn í ráðstefnusal Nýherja, Borgartúni 37, 13. febrúar 2015 kl.
16:00 - 17:00. 





1.    Formaður stjórnar, Benedikt Jóhannesson setti fundinn.



2.    Stungið var upp á Sigrúnu Rögnu Ólafsdóttur sem fundarstjóra og Sverri
Ólafssyni sem fundarritara og var það samþykkt. 



Fundarstjóri gekk úr skugga um að löglega væri til fundarins boðað og skýrði
frá því að mætt væri á aðalfund fyrir  77.16% hlutafjár. Fundarstjóri lýsti
fundinn því lögmætan til að afgreiða þau málefni sem á dagskrá hans væru. 



3.    Stjórnarformaður tók fyrstur til máls og flutti skýrslu stjórnar
félagsins. Að því loknu óskaði fundarstjóri eftir því að umræður um hana færu
fram eftir kynningu forstjóra á reikningum félagsins. Veitti fundurinn samþykki
til þess. 



Afrit af ræðu stjórnarformanns er varðveitt sem fylgiskjal nr. 1 við fundargerð
þessa. 



4.    Næstur tók til máls Finnur Oddsson, forstjóri félagsins, og skýrði hann
reikninga félagsins fyrir árið 2014. 



Því næst var orðið gefið laust um reikninga félagsins og skýrslu stjórnar.



Reikningar félagsins voru samþykktir samhljóða.



5.    Næsta mál á dagskrá var ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar félagsins.
Fundarstjóri bar upp tillögu stjórnar eins og hún kemur fram í áritun á
reikninga félagsins en þar segir: "Stjórn félagsins leggur til að ekki verði
greiddar út arður til hluthafa árið 2015. Vísað er til ársreikningsins um
ráðstöfun hagnaðar og aðrar breytingar á eiginfjárreikningum.“ 



Tillagan var samþykkt samhljóða.



6.    Næst bar fundarstjóri undir fundinn tillögu um að laun stjórnarmanna og
varamanns þeirra í stjórn Nýherja hf. fyrir árið 2014 yrðu eftirfarandi: 



Formaður kr. 390.000. á mánuði.



Stjórnarmenn aðrir kr. 130.000 á mánuði.



Tillagan var samþykkt samhljóða.



7.    Fundarstjóri bar upp tillögu um  aðalmenn í aðalstjórn Nýherja hf.



       Benedikt Jóhannesson

       Hildur Dungal

       Marta Kristín Lárusdóttir

       Ágúst Sindri Karlsson

       Loftur Bjarni Gíslason.



Fyrir lá tillaga um Guðmund Jóhann Jónsson í varastjórn Nýherja hf.



Ekki komu fram tillögur um aðra aðila til stjórnarsetu og voru framangreindir
því lýstir sjálfkjörnir. 



8.    Fundarstjóri bar upp tillögu stjórnar um að endurskoðendur félagsins yrðu
KPMG ehf. Fundarstjóri lýsti þá sjálfkjörna til endurskoðunar. 





9.    Fundarstjóri bar næst upp svohljóðandi tillögu um heimild félagsins til
kaupa á eigin hlutum      skv. 55. grein hlutafélagalaga: 



Aðalfundur Nýherja haldinn 13. febrúar 2015 samþykkir heimild til handa stjórn
félagsins til að kaupa allt að 10% af nafnverði hlutafjár félagsins, sbr. VIII.
kafla laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Kaupgengi skal miða við síðasta skráða
dagslokagengi á markaði áður en samningur er gerður. Gildistími heimildarinnar
er allt að átján mánuðir. Með samþykkt tillögu þessarar fellur úr gildi sams
konar heimild sem samþykkt var á síðasta aðalfundi félagsins. 



 Tillagan var samþykkt samhljóða.



10.   Undir liðnum „Önnur mál“ þakkaði stjórnarformaður hluthöfum það traust,
sem þeir sýndu nýkjörinni stjórn, fundarstjóra fyrir góða fundarstjórn og sleit
svo fundi kl. 17:00.