2013-01-15 10:30:13 CET

2013-01-15 10:30:36 CET


REGULATED INFORMATION

Islandic
Fjarskipti hf. - Fyrirtækjafréttir

Fjarskipti hf. gera samning um gagnaflutningsþjónustu við Farice


Fjarskipti hf. hafa gert samning um kaup á gagnaflutningsþjónustu af Farice til
þriggja ára. Samhliða hafa félögin náð samkomulagi um þau ágreinings- og dómsmál
sem uppi voru milli félaganna vegna fyrri samnings og fjallað var um í lýsingu
Fjarskipta, dags. 19. nóvember 2012, og viðauka við lýsinguna sem birtur var
29. nóvember 2012. Áhrif samkomulagsins um endanlegt uppgjör á fyrri samningi
eru óveruleg á uppgjör ársins 2012. 

[HUG#1670399]