2012-03-29 14:25:50 CEST

2012-03-29 14:26:51 CEST


REGULATED INFORMATION

Islandic
Akureyrarbær - Ársreikningur

Ársreikningar Akureyrarbæjar fyrir árið 2011


Afkoman betri en áætlun gerði ráð fyrir

Rekstur Akureyrarbæjar gekk heldur betur en áætlanir gerðu ráð fyrir árið 2011.
Sjóðsstreymi var einnig ágætt. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var
jákvæð um 1.100 millj.kr. en var neikvæð um 419 millj. kr. eftir fjármagnsliði
og skatta. Er það liðlega 226 milljóna króna  betri afkoma en áætlanir gerðu
ráð fyrir, en í áætlun samstæðunnar var neikvæð afkoma áætluð 646 millj.kr.
Bæði tekjur og gjöld urðu hærri en áætlun gerði ráð fyrir en 
fjármagnskostnaður lægri. Heildarskuldir lækka að raungildi frá fyrra ári. 

Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í
sveitarstjórn og verður hann til umfjöllunar í bæjarstjórn Akureyrar 17. apríl
og við síðari umræðu þann 8. maí nk. 

Ársreikningurinn er settur fram samkvæmt reikningsskilum sveitarfélaga.
Starfseminni er skipt upp í tvo hluta, A-hluta annars vegar og B-hluta hins
vegar. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð
með skatttekjum. Um er að ræða aðalsjóð, Fasteignir Akureyrarbæjar,
framkvæmdamiðstöð og eignasjóð gatna. Til B-hluta teljast fjárhagslega
sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu sveitarfélagsins en
rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtækin
eru: Félagslegar íbúðir, Fráveita Akureyrabæjar, Strætisvagnar Akureyrabæjar,
Öldrunarheimili Akureyrabæjar, Framkvæmdasjóður Akureyrarbæjar,
Bifreiðastæðasjóður Akureyrabæjar, Hafnarsamlag Norðurlands, Norðurorka hf,
Heilsugæslustöðin á Akureyri, Byggingasjóður Náttúrufræðistofnunar og
Gjafasjóður Öldrunarheimila Akureyrarbæjar. 

Samkvæmt yfirliti um sjóðstreymi nam veltufé frá rekstri 1.888 millj.kr. og
handbært fé frá rekstri 1.898 millj.kr. Fjárfestingarhreyfingar námu samtals
1.013 millj.kr. Fjármögnunarhreyfingar námu samtals - 1.050 millj.kr. Afborgun
langtímalána nam 949 millj.kr. Ný langtímalán námu 203 millj.kr. Handbært fé
sveitarfélagsins í árslok nam 1.699 millj.kr. 

Heildarlaunagreiðslur án launatengdra gjalda hjá samstæðunni voru 6.770.717
þúsundir króna. Fjöldi stöðugilda var að meðaltali 1.509 sem er fækkun um 6 
frá fyrra ári. Laun og launatengd gjöld sveitarfélagsins ásamt
lífeyrisskuldbindingu, í hlutfalli við rekstrartekjur þess voru 54,5%. Annar
rekstrarkostnaður var 31,2% af rekstrartekjum. Skatttekjur sveitarfélagsins
voru 496 þús.kr. á hvern íbúa en heildartekjur samtals 907 þús.kr. á hvern
íbúa. Árið 2010 voru skatttekjurnar 414 þús.kr. á hvern íbúa og
heildartekjurnar 887 þús.kr. 

Samkvæmt efnahagsreikningi eru eignir sveitarfélagsins bókfærðar á 36.949
millj.kr., þar af eru veltufjármunir 3.792 millj.kr. Skuldir sveitarfélagsins
með lífeyrisskuldbindingum nema samkvæmt efnahagsreikningi 22.556 millj.kr.,
þar af eru skammtímaskuldir 3.058. millj.kr. Heildarskuldir í árslok 2010 námu
samtals 22.367 milljónum króna. Veltufjárhlutfallið er 1,24 í árslok, en var
1,31 árið áður. Bókfært eigið fé nemur 14.394 millj.kr í árslok en nam árið
áður 14.416 millj. kr. Eiginfjárhlutfall í árslok var 39% sem er sama hlutfall
og árið áður. 

Nánari upplýsingar veitir Dan Brynjarsson, Fjármálastjóri, í síma 460 1000.